Versions Compared
Key
- This line was added.
- This line was removed.
- Formatting was changed.
Notendur ráðningakerfis H3+ geta sjálfir sett inn mynd sem birtist með auglýstu starfi þegar deila á starfinu á samfélagsmiðlum. Hér á eftir koma leiðbeiningar um hvernig best er að setja þær inn:
Til að setja inn mynd sem birtist í tilteknu auglýstu starfi þarf að setja eininguna rcsocmedia - Recruitment social media, á hlutverk notanda og veita fullan aðgang (40). Flipinn „Samfélagsmiðlar“ bætist þá við í ráðningabeiðnum. Þegar smellt á hann opnast valmynd með hlekk á starfið, fyrirsögn og lýsingu. Einnig er hægt að velja hvort hnappar til að deila starfinu á samfélagsmiðlum; Facebook, Twitter og LinkedIn birtist eða ekki. Ef ekki á að birta hnappana er hakað í „Útiloka að hægt sé að deila“. Einnig er hægt að forskoða auglýsingu og deila henni á áðurnefndum samfélagsmiðlum.
ATH. ef aðgangur notanda veitir takmörkuð réttindi hvað varðar viðhengi þarf hann að fá aðgang að tegundinni PblAt - Public attachment (general) í Viðhengi - Tegundir til að hann geti vistað myndina, sjá mynd hér til hægri.
Þegar setja á mynd inn er best að hún sé u.þ.b. 1200 x 630 pixlar að stærð til að ná sem bestum gæðum. Stærðin má ekki fara niður fyrir 600 x 315 pixla.
Ef myndin er stærri en 1200 x 630 þarf að laga hlutföll/stærð myndarinnar en ef hún er minni en lágmarkið þarf að finna aðra mynd eða á einhvern hátt nálgast myndina í betri upplausn. Allt þar á milli sleppur en grár rammi sem myndast í kringum myndina sýnir hversu mikið svæði vantar upp á að sé útfyllt miðað við borðann sem myndi birtast á samfélagsmiðlum. Mynd er sett inn á eftirfarandi hátt:
Smellt á gráa flötinn og smellt svo á punktana við „Hlaða inn nýrri mynd“. Einnig er í boði að velja mynd sem áður hefur verið hlaðið inn með því að velja hana úr fellilista.
Velja þá mynd sem á að nota úr möppu og smella á Open.
Uppi í hægra horninu má sjá í hvaða hlutföllum myndin er og ef hún er ekki í réttum hlutföllum, eða of stór kemur gul viðvörun sem segir í hvaða hlutfalli hún kemur best út. Ef myndin er of lítil kemur rauð viðvörun. Ef viðvörunin er gul er engu að síður hægt að setja myndina inn með því að smella á Áfram, en ef hún er of lítil er ekki hægt að smella á Áfram og þarf þá að finna mynd í réttri stærð. Dæmi um viðvaranir má sjá hér að neðan:
Image RemovedImage RemovedImage AddedImage Added
Ef myndin fær gulu viðvörunina um að hún sé of stór er hægt að setja hana inn en við mælum engu að síður með því að stilla stærðina á henni, bæði til að hún taki ekki of mikið pláss í auglýsingunni sjálfri og til þess að hún komi vel út. Samfélagsmyndaborðinn er langur og mjór þannig að mynd sem er há og stutt kæmi illa út. Ef breyta þarf stærð á mynd er það gert á eftirfarandi hátt:
Hægri smellt á myndina og valið að breyta stærð. Þar er hægt að stilla breidd (w) og hæð (h) þannig að breiddin (w) sé u.þ.b. 1200 pixlar og hæðin (h) u.þ.b. 630 pixlar og smellt á Staðfesta.
Ef mynd er þannig í laginu að hún passi ekki inn í þessi hlutföll gæti þurft að skera myndina til. Þá er hægri-smellt og valið að skera mynd. Þá birtist rammi sem færa má til, staðsetja hann upp á nýtt og draga út hliðar til að stilla stærðina. Hæð og breidd eru alltaf sýnileg fyrir ofan rammann þannig að auðvelt ætti að vera að sjá hvort myndin er komin í tilskilda stærð eða ekki. Þegar myndin er orðin innan tilskilinna marka er hægri smellt og smellt á Staðfesta.