Launaáætlun í H3+ veitir stjórnendum fyrirtækja góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.
Lausnin felst í áætlun sem unnin er út frá rauntölum sem sóttar eru í launakerfið, vinnuframlag hvern mánuð síðast liðins árs eða annars skilgreinds tímabils og launataxtar eins og þeir eru þegar rauntölurnar eru sóttar. Með því móti fáum við inn árstíðarbundnar sveiflur og vinna við forsendur áætlunar er lágmörkuð og um leið er yfirsýn aukin.Launaáætlun í H3+ veitir stjórnendum fyrirtækja góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.
Að áætlanagerðinni geta komið margir aðilar. Gert er ráð fyrir að einn aðili hafi yfirumsjón með verkinu, stofni áætlunina og setji upp forsendur. Að því loknu er hægt að dreifa vinnu við áætlunina á fleiri hendur, en í því sambandi er grundvallaratriði að allir sem koma að áætlanagerðinni hafi fullann skilning á verklagi við áætlunina.
...