...
Skjámyndinni er hægt að raða upp á ýmsa vegu og draga dálka upp fyrir rammann sem skoða á sérstaklega hverju sinni. Þannig er hægt að sjá í einni svipan t.d. alla þá sem eru að fara á sama stað, eru með sömu dagsetningar eða þá sem eiga ógreidda dagpeninga.
Oft er hafður einn bunki fyrir hvern mánuð en stundum þarf að skipta honum upp, til dæmis þegar hluti starfsmanna fær dagpeningana greidda áður en ferðin er farin en aðrir fá greitt í næstu útborgun.
Þegar búið er að skrá dagpeningafærslurnar er farið í "Aðgerðir" (niðri vinstramegin) og valið "Reikna dagpeninga". Þá kemur upp ferill með sjálfgefnum gildum , sem sem sett hafa verið í stilli , þessum gildum er hægt að breyta í hverri færslu fyrir sig. Hægt er að reikna færslurnar og sjá útreikning áður enn þær eru greiddar.
...
Ef á að reikna skatt á færslurnar er valið Já í "Nota skattareglur dagpeninga". Þá reiknar kerfið skatt af mismun ( ef einhver mismunur er ) upphæðar á upphæð í Dagpeningaruppsetningu Dagpeningauppsetningu og Skattareglu dagpeninga sem er á viðkomandi Dagpeningauppsetningu.
Ef búið er að ganga frá greiðslu til starfsmanns er valið að setja inn fyrirframgreiðslur. Ef valið er Nei þá er verið að greiða dagpeningafærslurnar út í launakerfinu (viðkomandi útborgun). Hægt er að nota báðar aðferðir í sömu útborgun enn en þá verður að flytja færlsurnar í tvennu lagi og hafa þær í 2 bunkum. Þetta er hægt með því að taka hakið úr Greiðist nú og flytja einungis þær sem eru með hakinu fyrst og setja svo hakið í aftur á þær færslur sem fóru ekki yfir og breyta um aðferð (Já eða Nei í Setja inn fyrirframgreiðslur)
Hægt er að eyða dagpeningayfirfærslum dagpeningafærslum úr útborgun ef útborgun er opin. Þá er farið í "Aðgerðir" og "Eyða dagpeningayfirfærslum". Þá eru færslurnar komnar til baka undir síunni "Greiddar".