Laun / Biðfærslur skráningar
Hérna er hægt að safna saman færslum sem eiga að greiðast síðarfara í útborgun, þetta getur verið mjög þægilegt þegar margir eru með eins færslur svo ekki þurfi að fara inn á hvern og einn í skrá tíma og laun.
Bunki getur verið "Margnota" þá haldast færslurnar inni, þrátt fyrir að þær séu settar í útborgun, bunkinn tæmist hins vegar ef hann er ekki "Margnota"
Skjámyndinni er hægt að raða upp á ýmsa vegu og draga þá dálka upp fyrir rammann sem skoða á sérstaklega hverju sinni. Þannig er hægt að sjá í einni svipan t.d. þá sem eru með sama launalið eða sama einingafjöldann.
- Í "Mengi" er ákveðið hvaða starfsmenn eiga að koma í bunkann
...
- hægt er að setja upp síu á alla dálka sem eru sýnilegir þar inni.
Í Aðgerðir/Dálkahopp er ákvarðað hvar bendillinn lendir þegar ýtt er á Enter.
Ef við tökum sem dæmi að við séum að skrá fyrirframgreidd laun í bunkann þá viljum við byrja á starfsnúmeri lenda síðan í launalið, þá einingum og að síðustu einingaverði.
...
Ef við erum að skrá t.d. eingreiðslu á alla starfsmenn sem við erum búin að velja í "Mengi" þá smellum við á "Næsti starfsm.", "Efri lína", "Sjálfgefið" og að síðustu "Klára mengi" þá koma allir starfsmennirnir í bunkann.
- Skjámyndinni er hægt að raða upp á ýmsa vegu og draga þá dálka upp fyrir rammann sem skoða á sérstaklega hverju sinni. Þannig er hægt að sjá í einni svipan t.d. þá sem eru með sama launalið eða sama einingafjöldann.
Þegar bunkinn er fullunninn er smellt á "Setja í útborgun". Ef við höfum gert einhver mistök eða viljum bæta við bunkann má smella á "Eyða úr útborgun" þá koma færslurnar til baka í bunkann og hægt er að laga þær til.
...