Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Hér á eftir fylgja leiðbeiningar um hvernig vinna má með kjarakönnun Intellecta. Nánari upplýsingar um kjarakannanir Intellecta má finna hér.


Uppsetning

Til að vinna með Intellecta kjarakönnun þarf að setja á notanda hlutverkið Intellecta kjarakönnun. Þegar notandi hefur fengið hlutverkið má nálgast svæði kjarakannaninnar með því að fara í Laun > Úttak > Intellecta kjarakönnun.

Tip

ATH. Ganga þarf úr skugga um að dagleg uppfærsla teninga sé í gangi. Til þess að það sé tryggt er farið í Kerfisumsjón > Vinnslur > Mynda og uppfæra teninga og skýrslur > 1.Afvirkja daglega uppfærslur > 2. Mynda og virkja daglega uppfærslu


Starfsmenn:  Fyrir úttekt á skýrslu í fyrsta skipti og framvegis til að viðhalda upplýsingum þarf að skrá í þrjú ný svið sem eru komin í starfmannamyndina starfsmannamyndina neðst í þremur flipum.
Þessi þrjú nýju svið eru eftirfarandi:

  • Vinnufyrirkomulag
  • Starfssvið
  • Ábyrgðarsvið

Dæmi um flokkun í starfsmanni:

Vinnufyrirkomulag:

Ábyrgðarsvið:

Starfssvið:

Allar undirtöflur eru tilbúnar með flokkun frá Intellecta.


Starfsheiti: 

Óskað er eftir lýsingu á starfi  í einn dálk skýrslunnar.  Þessa lýsingu er hægt að skrá inn í starfsheitið með því að fara í Stofn > Starfsheiti og lýsingin skráð:


Menntun:

Intellecta er með sérflokkun á háskólamenntun og iðnmenntun.

Til að fá þessa flokkun inn þarf notandi að vera með kerfiseininguna Mannauð og flokka þar fög.


Til að flokka fög er farið í Stjórnun > Menntun og þar smellt á Fög:


Intellecta sækir æðstu skráða menntun í Mannauði.  Til að menntun birtist í skýrslunni verður að vera skráð í „Lauk námi(dags)“


Vörpun launaliða:

Til að ná út réttum launagögnum þarf að varpa launaliðum í rétta dálka.

Þetta þarf yfirleitt aðeins að framkvæma einu sinni og þarf ekki að breyta nema það hafi verið bætt við nýjum launalið eða fyrri flokkun hafi verið röng eða á ekki við lengur.


Til að varpa launaliðum er farið í Úttak > Intellecta kjarakönnun > Varpa launaliðum

Fyrst eru allir launaliðir flokkaðir í rétta dálka.

Því næst er hakað í launalið sem gefur „Vinnustundir vegna grunnlauna“, yfirleitt er þetta mánaðarlaun og/eða dagvinna.

Þar á eftir er hakað í launalið fyrir yfirvinnustundir, yfirleitt er þetta yfirvinna og stórhátíðarkaup.

Hér ætti ekki að haka við fasta yfirvinnu, hér er verið að leita eftir unninni yfirvinnu.


Dálkar sem verið er að flokka launaliði í:


Taka út skýrslu:

Þegar flokkun launaliða er lokið er hægt að taka út skýrsluna undir Úttak > Intellecta kjarakönnun > framkvæma vinnslu.  Muna að það þarf að vera búið að loka mánuðinum sem skýrslan er tekin út fyrir.

Vinnsla getur tekið smá tíma ef gagnamagn er mikið. Þegar skýrslan birtist á skjánum er hægt að ná henni út í Excel með því að smella á Ctrl+9 eða hægri smella á skýrsluna og velja flytja út - opna í Excel.