Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.


Haldið er utan um persónuafslátt á hverju ári fyrir sig. Þetta er gert til að ekki þurfi að breyta upplýsingum þegar verið er að leiðrétta laun svo og að hægt sé að vera með opnar útborganir á 2 árum samtímis.

Til að persónuafsláttur komi í útreikning þarf að vera dagsetning í "Skráningardagur" og "Hlutfall" þarf að tilgreina. 

Ef ekkert er sett í "Síðast notað" kemur inn persónuafsláttur sem er einu sinni greiðslutíðni mannsins.

Reiturinn "Ónýttur" er fyrir uppsafnaðan persónuafslátt starfsmanns . Þegar persónusfsláttur er settur inn í byrjun er þessi reitur fylltur út ef tilkynnt er um ónýttan afslátt.

Ef afsláttur hefur ekki verið nýttur í einhverja mánuði er sett inn dagsetning síðustu mánaðarmóta og upphæð sett í Ónýttur.

Dæmi hér að neðan:

Tilkynnt er um persónuafsláttinn í júlí og að hann sé ónotaður frá 30.04, dagsetning 30.06. er sett inn og í ónýttur er sett 2 svar sinnum persónuafsláttur mánaðar.


Ef persónuafslátturinn nýtist ekki að fullu í útborgun skilar kerfið restinni inn í þennan reit og notar síðan í næstu útborgun/útborgunum.

Persónuafsláttur maka er meðhöndlaður á nákvæmlega sama hátt og persónuafsláttur launamanns.


Þegar persónuafsláttur er nýttur er fyrst notaður ónýttur afsláttur launamanns, næst ónýttur afsláttur maka, þá hlutfall persónuafsláttar launamanns og síðast persónuafsláttur maka.

Tip
iconfalse
titleAlt + 4

Flýtilykillinn Alt+4 opnar skjámyndina persónuafsláttur á fyrsta launamanni, ef notandi er staddur í kerfiseiningunni "Laun". Ef notandinn er staddur í ákveðnum launamanni þá opnast persónuafsláttur þess launamanns.