Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Þegar búið er að stofna og skrá alla launþega í Launamenn þá þarf að setja inn upplýsingar á starfsmannaspjöldin.

Með kerfinu koma listar fyrir Ástæður sem tengjast því þegar starfsmenn eru hættir eða í leyfi og Tegund ráðninga. Gott er að renna yfir þessa lista og skoða hvort það er eitthvað sem þarf að bæta við og stofna áður en farið er í að stofna starfsmenn í kerfinu. Ef stofna þarf nýja tegund ráðninga eða ástæðu er það gert í Stofn - Starfsmenn - Ástæður eða Stofn - Starfsmenn - Tegund ráðninga.

Nú þarf svo að skrá inn allar upplýsingar um starfsmanninn. Allar stofnupplýsingar sem voru áður skráðar inn í kerfið fyrir svið, deildir, verk, verkþætti, starfsstéttir, launatöflur o.fl. eiga þá að birtast í viðkomandi felligluggum.

Stofnun starfsmanna

Farið í Starfsmenn og ýtt á Insert og þá er hægt að byrja að skrá inn á starfsmannaspjaldið. Fyrst er flipinn Starfsmaður valinn og skráð þar inn

Image RemovedImage Added

Dæmi um skráningu

Hægt er að setja inn Starfsþróunarálag og Menntunarálag sem samanlagt gerir Persónuálag starfsmannsins.

Þessi virkni er eingöngu aðgengileg með Tímavídd og hefur bein áhrif á þrep starfsmannsins í launatöflunni.

Með þessu er hægt að bæta við á auðveldan hátt þegar starfsmaður bætir við sig t.d. menntunarálagi sem á að hafa áhrif til hækkunar launa.

Image Added

Til að virkja Persónuálagið í fyrirtækinu þarf að fara í Stofn-Stillir og “Kveikja á persónuálagi”.

Image Added

Skýringar á reitum

Í starfsmannamyndinni eru fliparnir Fastir og hlutf.liðir og Lífsj. og Stéttarf. og eru næstu skref að skrá upplýsingar þar inn, sjá leiðbeiningar hér

05 2.5 Stofn - Starfsmenn - Lífeyrissjóðir starfsmanna

06 2.6 Stofn - Starfsmenn - Stéttarfélög starfsmanna

07 2.7 Stofn - Starfsmenn - Fastir liðir

08 2.8 Stofn - Starfsmenn - Hlutfallaðir liðir