Hægt er að eyða gömlum umsækjendum (grunnskráningu, umsóknum, viðhengjum og öllum öðrum tengdum gögnum) á sjálfvirkan hátt, annars vegar í eitt skipti og hins vegar með sjálfvirkri reglulegri keyrslu, sem keyrir einu sinni á sólarhring. Einnig má hér slökkva á keyrslu sem þegar hefur verið sett af stað.
- Þegar þú velur valmöguleikann sem þér hentar birtast þér stillingamöguleikar, eins og sjá má hér.
- Við að kveikja á reglulegu keyrslunni getur þú valið að láta kerfið senda umsækjendum tölvupóst með upplýsingum um hvernig þeir geta komið í veg fyrir eyðingu gagna sinna ef þeir vilja vera áfram á skrá, en þeir fá þá nokkurra daga frest til að gera það. Tölvupóstsniðmátinu, sem heitir Eyða umsækjanda - viðvörun, getur þú breytt á Ráðningar > Tölvupóstsamskipti > TölvupóstsniðmátImage Modified
| Image Modified |