Þegar laun hafa verið reiknuð er hlutverk launafulltrúa að setja laun í samþykkt og vakta ferli launasamþykktar.
Smelltu á myndbandið hér að neðan til að sjá hvernig laun eru sett í samþykkt
...
SETJA Í SAMÞYKKT
Þegar laun hafa verið reiknuð, áður en útborgun er uppfærð er hægt að setja útborgun í samþykkt hjá stjórnendum. Til að setja útborgun í samþykkt þarf að haka við reitinn Útborgun sýnileg í samþykktarferli í útborguninni. Ef þú vilt ekki að útborgunin sjáist lengur í samþykktarferli tekur þú hakið af.
...
Hægt er að setja af stað samþykkt á einni deild eða einum starfsmanni; með því að smella á '+' táknið við nafn deildar eða starfsmanns:
...
SKOÐA SAMÞYKKTIR
Smelltu á myndbandið hér að neðan til að sjá hvernig unnið er á verkborði samþykktarferlis
...
Til að fylgjast með stöðu samþykkta er fylgst með lit í dálkinum Staða:
...
Sú staða getur komið upp að laun sem sett hafa verið í samþykkt þurfi að taka úr samþykkt.
i) LAUN VORU SETT TIL SAMÞYKKTAR Á RANGA DEILD
Sé breytt um deild sem laun eiga að staðfestast á, s.s. ef laun hafa þegar verið reiknuð og síðan látið vita að starfsmaður sé farinn að vinna fyrir aðra deild þá verða til tvær samþykktir á starfsmann inni í samþykktarferlinu:
...
Í því tilviki þarf að taka starfsmanninn úr staðfestingu fyrir deildina sem tómu launin eru á:
...
i) LAUN STARFSMANNS SEM EKKI ÁTTI AÐ FÁ LAUN VORU SETT Í SAMÞYKKT
Hafi laun ranglega verið reiknuð á starfsmann og sett í samþykkt, s.s. ef reiknuð voru laun á starfsmann sem ekki hóf starf og á að eyða úr launakerfinu þarf að fylgja eftirfarandi ferli (sama á við um starfsmann sem var stofnaður á rangri kennitölu og kennitölu síðan breytt),:
...