Hægt er að taka út allar upplýsingar starfsmanns í H3+, þ.e. gögn, skjöl og söguskráningu. Mögulegt er að taka gögnin út annars vegar í Excel og hins vegar á Json formi (tölvutækar upplýsingar). Viðhengin koma á því sniði sem þau eru á í kerfinu. Það er á ábyrgð hvers fyrirtækis hvaða gögn eru afhent starfsmönnum.
Info | ||
---|---|---|
| ||
Umsjónaraðili kerfisins gefur aðgang að virkninni, en nálgast má virknina á Laun eða Stjórnun flipanum í H3+.
Gott getur verið að búa til sérstakt hlutverk fyrir þennan aðgang. Smelltu hér til að hafa samband við ráðgjafa ef þú vilt fá aðstoð við að gefa þennan aðgang. |
Note | ||
---|---|---|
| ||
Við mælum eindregið með að velja vel hver fær aðgang að virkninni, þar sem með þessum aðgangi sér notandinn öll gögn starfsmannsins frá upphafi, jafnvel þó þeim hafi verið eytt úr H3. |
...