Hægt er að taka út allar upplýsingar starfsmanns í H3+, þ.e. gögn, skjöl og söguskráningu. Mögulegt er að taka gögnin út annars vegar í Excel og hins vegar á Json formi. Viðhengin koma á því sniði sem þau eru á í kerfinu. Það er á ábyrgð hvers fyrirtækis hvaða gögn eru afhent starfsmönnum.
Info | ||
---|---|---|
| ||
Umsjónaraðili kerfisins gefur aðgang að virkninni, en nálgast má virknina á Laun eða Stjórnun flipanum í H3+.
Gott getur verið að búa til sérstakt hlutverk fyrir þennan aðgang. Smelltu hér til að hafa samband við ráðgjafa ef þú vilt fá aðstoð við að gefa þennan aðgang. |
Note | ||
---|---|---|
| ||
Við mælum eindregið með að velja vel hver fær aðgang að virkninni, þar sem með þessum aðgangi sér notandinn öll gögn starfsmannsins frá upphafi, jafnvel þó þeim hafi verið eytt úr H3. |
...
Til að sækja upplýsingar starfsmanns smellir þú á hnappinn Persónuvernd, slærð inn kennitölu starfsmannsins í glugganum sem þá opnast og smellir á Leita. H3 birtir þá allar upplýsingar sem til eru um starfsmanninn, auk allra viðhengja hans - athugaðu að hér er um talsvert magn gagna að ræða og það getur tekið dágóða stund að hlaða þeim upp.
Almenn gögn
Gögn sem geymd eru á textaformi birtast í vinstri hluta gluggans, og eru flokkuð eftir einingum og skjámyndum í H3. Smelltu á plúsinn til að skoða gögnin á textaformi. Einnig getur þú smellt á hlekkinn "Skoða" ef þú hefur aðgang að viðkomandi skjámynd.
...
- 0 = gögnin eru virk - núverandi upplýsingar
- 1 = gögn sem síðar hefur verið breytt - gamlar og úreltar upplýsingar
- 2 = gögn sem síðar hefur verið eytt út
Viðhengi
Skjöl starfsmannsins eru birt í hægri hluta gluggans, og eru flokkuð eftir því á hvaða skjámynd viðkomandi gögn voru hengd.
...