...
Ef búið er að ganga frá greiðslu til starfsmanns er valið að setja inn fyrirframgreiðslur. Ef valið er Nei þá er verið að greiða dagpeningafærslurnar út í launakerfinu (viðkomandi útborgun). Hægt er að nota báðar aðferðir í sömu útborgun en þá verður að flytja færslurnar í tvennu lagi og hafa þær í 2 bunkum. Þetta er hægt með því að taka hakið úr Greiðist nú og flytja einungis þær sem eru með hakinu fyrst og setja svo hakið í aftur á þær færslur sem fóru ekki yfir og breyta um aðferð (Já eða Nei í Setja inn fyrirframgreiðslur)
Hægt er að eyða dagpeningafærslum taka dagpeningafærslur úr útborgun ef útborgun er opin. Þá er farið í Aðgerðir og Eyða dagpeningayfirfærslum. Þá Taka dagpeningayfirfærslur úr útborgun, útborgun valin og biðfærslubunki ef vill. Biðfærslubunki er valinn ef það á að taka færslur úr einum bunka af mörgum sem eru í sömu útborgun, úr útborguninni. Ef færslurnar eru teknar úr útborgun eru færslurnar komnar til baka undir síunni "Greiddar ótengdar". Ef bankafærslur hafa ekki verið greiddar er einnig hægt að eyða færslunum.
Til að flýta ferlinu er hægt að lesa dagpeningana inn sjá hér.