...
Oft er hafður einn bunki fyrir hvern mánuð eða hvert ár, en stundum þarf að skipta honum upp, til dæmis þegar hluti starfsmanna fær dagpeningana greidda áður en ferðin er farin en aðrir fá greitt í næstu útborgun.
Til að flýta fyrir skráningu er hægt að skrá sjálfgefin gildi sem birtast þá sjálfkrafa þegar skrá á nýja færslu. Til þess þarf notandi að hafa aðgang að H3 Laun. Þá er farið í Laun -> Stofn -> Stillir og þau gildi sem nota á slegin inn.
Ath. Þau gildi sem eru ekki valin úr fellilista í stillinum þarf að vera að vera búið að forskrá í Dagpeningar -> Stofn.
Til að flýta fyrir skráningu er hægt að skrá þau gildi sem eiga að vera sjálfgefin í skráningunni í Laun -> Stofn -> Stillir. Það eru gildin staður, komu- og brottfararnúmer (flug / ferð), farartæki og stöðuheiti. Til þess þarf notandi að hafa aðgang að H3 Laun.
Hér má sjá dæmi um hvernig gildi eru forskráð í stilli og hvernig þau birtast þegar skrá á nýja færslu:
Þegar búið er að skrá dagpeningafærslurnar er farið í Aðgerðir (niðri hægra megin) og valið að Reikna dagpeninga.
...