Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Hannað hefur verið nýtt útlit á ráðningavef H3 svo vefurinn sé skalanlegur og virki í símum og öðrum snjalltækjum.

Við mælum með að textarnir á forsíðu ráðningavefsins séu yfirfarnir og til að ráðningavefurinn líti sem best út er heppilegast að hafa textana frekar knappa. Sé óskað eftir einhverjum breytingum eins og á lit, letri, lógói, myndum eða öðru, er best að fá allar þær upplýsingar áður en hafist er handa. Athugið að ráðgjafi ásamt vefforritara þurfa að fá aðgang til þess að klára uppsetningu á vefnum.

Forsíða ráðningavefsins skiptist á eftirfarandi hátt: Haus, forsíða, vinstri- og miðjudálkur, mynd, störf í boði og fót (sjá skýringarmynd hér til hægri).


1. Haus

Lógó fyrirtækis eins og það er í dag á ráðningavefnum. Ef óskað er eftir að skipta um lógó vinsamlegast sendið okkur það nýja.

Stærð merkisins getur verið mest 200px á hæð og 600px á breidd en gott er að hafa það ekki stærra en 100px á hæð og 300px á breidd, allt innan þess ramma kemur vel út.  

2. Forsíða fyrirsögn

Fyrirsögnin sem er í dag á ráðningavefnum – (frontpage_headings). Ef fyrirtæki vill breyta þeim texta þá er hægt að gera það með því að breyta textanum í skýringartextum undir Atriðasafn eða hafa samband við ráðgjafa.

3. Vinstri dálkur/Left column

Þetta er textinn sem er núna í miðjudálki á gamla ráðningavefnum  (frontpage_content). Best er að hafa textann stuttan – hér er einnig tilvalið að setja inn hlekki á síður.

4. Mynd hægri dálkur/Picture right column

Fyrirtæki geta valið mynd úr 10 myndum sem sjá má aftast í þessu skjali, eða látið okkur hafa sína eigin mynd. Myndin þarf að vera á jpg formati, lóðrétt (portrait) og best er ef hún er í kringum þessa stærð:189x220px.

5. Miðjudálkur/ Middle column

Þetta er textinn sem er núna hægra megin á gamla ráðningavefnum (right_col_content). Mælum með að sá texti sé skoðaður og til að hann komi sem best út þarf hann að vera stuttur.

6. Störf í boði

Hér koma störfin sem eru í boði og eru núna vinstra megin á gamla ráðningavefnum

7. Fótur/Footer

Sömu upplýsingar og eru núna skráðar í fót á ráðningavef (page_footer)

8. Litur og letur:

Liturinn sem verður notaður er sá sem er ráðandi á ráðningavefnum nema óskað sé eftir öðru. Ef óskað er eftir öðrum lit þarf að senda CSS litakóðann. Letrið verður það sama og er á

ráðningavefnum og sé óskað eftir að breyta því þarf að senda upplýsingar um letrið og láta leturskrá fylgja með í viðhengi.

9. Myndir:

Á vefnum geta verið 5 mismunandi myndir, það er mynd á forsíðu sem talað er um hér að ofan, mynd á Mínum síðum, mynd á innskráningu, mynd á nýskráningu og svo mynd sem er í auglýstum störfum.

Myndirnar sem eru á forsíðu, Mínum síðum, innskráningu og nýskráningu geta verið ein og sama myndin eða sitthvor myndin. Myndirnar fjórar þurfa að vera í þessari stærð: 189x220px.Myndin sem er fyrir ofan auglýst starf þarf að vera í þessari stærð: 1150x480px. Þessari mynd er svo hægt að breyta fyrir hverja auglýsingu sé þess óskað.hlutföllunum 3:4, til dæmis 750x1000px eða stærri.

Ef í vafa með hvernig best er að laga myndirnar til fyrir vefinn, hafðu samband við ráðgjafa okkar í h3@advania.is og sendu okkur þá þær myndir til okkar sem þú vilt hafa á vefnum og við sjáum til þess að þær komi vel út. 


Að setja inn myndir

Notendur ráðningakerfis H3+ geta sjálfir sett inn mynd sem birtist með auglýstu starfi. Hér á eftir koma leiðbeiningar um hvernig best er að setja þær inn:

Til að setja inn mynd sem birtist í tilteknu auglýstu starfi þarf að setja eininguna rcsocmedia - Recruitment social media, á hlutverk notanda og veita fullan aðgang (40). Flipinn „Samfélagsmiðlar“ bætist þá við í ráðningabeiðnum. Þegar smellt á hann opnast valmynd með hlekk á starfið, fyrirsögn og lýsingu.  Einnig er hægt að velja hvort hnappar til að deila starfinu á samfélagsmiðlum; Facebook, Twitter og LinkedIn birtist eða ekki. Ef ekki á að birta hnappana er hakað í „Útiloka að hægt sé að deila“. Einnig er hægt að forskoða auglýsingu og deila henni á áðurnefndum samfélagsmiðlum.

Þegar setja á mynd inn er best að hún sé u.þ.b. 1200 x 630 pixlar að stærð til að ná sem bestum gæðum. Stærðin má ekki fara niður fyrir 600 x 315 pixla.

Ef myndin er stærri en 1200 x 630 þarf að laga hlutföll/stærð myndarinnar en ef hún er minni en lágmarkið þarf að finna aðra mynd eða á einhvern hátt nálgast myndina í betri upplausn. Allt þar á milli sleppur en grár rammi sem myndast í kringum myndina sýnir hversu mikið svæði vantar upp á að sé útfyllt miðað við borðann sem myndi birtast á samfélagsmiðlum. Mynd er sett inn á eftirfarandi hátt:

  • Smellt á gráa flötinn og smellt svo á punktana við „Hlaða inn nýrri mynd“. Einnig er í boði að velja mynd sem áður hefur verið hlaðið inn með því að velja hana úr fellilista.
  • Velja þá mynd sem á að nota úr möppu og smella á Open.
  • Uppi í hægra horninu má sjá í hvaða hlutföllum myndin er og ef hún er ekki í réttum hlutföllum, eða of stór kemur gul viðvörun sem segir í hvaða hlutfalli hún kemur best út. Ef myndin er of lítil kemur rauð viðvörun. Ef viðvörunin er gul er engu að síður hægt að setja myndina inn með því að smella á Áfram, en ef hún er of lítil er ekki hægt að smella á Áfram og þarf þá að finna mynd í réttri stærð. Dæmi um viðvaranir má sjá hér að neðan:

    

    

Ef myndin fær gulu viðvörunina um að hún sé of stór er hægt að setja hana inn en við mælum engu að síður með því að stilla stærðina á henni, bæði til að hún taki ekki of mikið pláss í auglýsingunni sjálfri og til þess að hún komi vel út. Samfélagsmyndaborðinn er langur og mjór þannig að mynd sem er há og stutt kæmi illa út. Ef breyta þarf stærð á mynd er það gert á eftirfarandi hátt:

  • Hægri smellt á myndina og valið að breyta stærð. Þar er hægt að stilla breidd (w) og hæð (h) þannig að breiddin (w) sé u.þ.b. 1200 pixlar og hæðin (h) u.þ.b. 630 pixlar og smellt á Staðfesta.
  • Ef mynd er þannig í laginu að hún passi ekki inn í þessi hlutföll gæti þurft að skera myndina til. Þá er hægri-smellt og valið að skera mynd. Þá birtist rammi sem færa má til, staðsetja hann upp á nýtt og draga út hliðar til að stilla stærðina. Hæð og breidd eru alltaf sýnileg fyrir ofan rammann þannig að auðvelt ætti að vera að sjá hvort myndin er komin í tilskilda stærð eða ekki. Þegar myndin er orðin innan tilskilinna marka er hægri smellt og smellt á Staðfesta.    


Meta data

Nú er hægt að bæta svokölluðum lýsigögnum eða meta data í kóða ráðningavefsins í gegnum H3+. Meta data eru upplýsingar sem geta gagnast vöfrum, leitarvélum eða öðrum hugbúnaði sem "skoðar" vefsíðuna. Þessar upplýsingar birtast þannig notendanum aldrei en eru viðloðandi síðuna engu að síður.

Annars vegar er hægt að setja inn Meta description, sem er lýsing á vefnum, og hins vegar Meta tags, sem eru þá orð eða textabútar sem eru lýsandi fyrir vefsíðuna.

  • Meta description:

Meta description er stutt og hnitmiðuð lýsing á ráðningavefnum, ca. 160 stafir. Ef hún er of löng klippir leitarvélin af textanum. Ef enginn texti er settur inn í Meta description, grípur leitarvélin fyrsta textann sem hún finnur á síðunni eða annan texta sem hún telur viðeigandi.

Til að setja inn Meta description er farið í Atriðasafn > Skýringatextar og slegið inn web_outer_descr og textinn settur inn í Texti.


  • Meta tags

Meta tags eru orð eða textabútar sem eru lýsandi fyrir vefsíðuna og gagnast að sama skapi vöfrum, leitarvélum eða öðrum hugbúnaði sem "skoðar" vefsíðuna.

Til að setja inn Meta tags er farið í Atriðasafn > Skýringatextar og slegið inn web_outer_keywords og orðin sett inn í Texti.