Hannað hefur verið nýtt útlit á ráðningavef H3 svo vefurinn sé skalanlegur og virki í símum og öðrum snjalltækjum.
Við mælum með að textarnir á forsíðu ráðningavefsins séu yfirfarnir og til að ráðningavefurinn líti sem best út er heppilegast að hafa textana frekar knappa. Sé óskað eftir einhverjum breytingum eins og á lit, letri, lógói, myndum eða öðru, er best að fá allar þær upplýsingar áður en hafist er handa. Athugið að ráðgjafi ásamt vefforritara þurfa að fá aðgang til þess að klára uppsetningu á vefnum.
Forsíða ráðningavefsins skiptist á eftirfarandi hátt: Haus, forsíða, vinstri- og miðjudálkur, mynd, störf í boði og fót (sjá skýringarmynd hér til hægri).
1. Haus
Lógó fyrirtækis eins og það er í dag á ráðningavefnum. Ef óskað er eftir að skipta um lógó vinsamlegast sendið okkur það nýja.
Stærð merkisins getur verið mest 200px á hæð og 600px á breidd en gott er að hafa það ekki stærra en 100px á hæð og 300px á breidd, allt innan þess ramma kemur vel út.
2. Forsíða fyrirsögn
Fyrirsögnin sem er í dag á ráðningavefnum – (frontpage_headings). Ef fyrirtæki vill breyta þeim texta þá er hægt að gera það með því að breyta textanum í skýringartextum undir Atriðasafn eða hafa samband við ráðgjafa.
3. Vinstri dálkur/Left column
Þetta er textinn sem er núna í miðjudálki á gamla ráðningavefnum (frontpage_content). Best er að hafa textann stuttan – hér er einnig tilvalið að setja inn hlekki á síður.
4. Mynd hægri dálkur/Picture right column
Fyrirtæki geta valið mynd úr 10 myndum sem sjá má aftast í þessu skjali, eða látið okkur hafa sína eigin mynd. Myndin þarf að vera á jpg formati, lóðrétt (portrait) og best er ef hún er í kringum þessa stærð:189x220px.
5. Miðjudálkur/ Middle column
Þetta er textinn sem er núna hægra megin á gamla ráðningavefnum (right_col_content). Mælum með að sá texti sé skoðaður og til að hann komi sem best út þarf hann að vera stuttur.
6. Störf í boði
Hér koma störfin sem eru í boði og eru núna vinstra megin á gamla ráðningavefnum
7. Fótur/Footer
Sömu upplýsingar og eru núna skráðar í fót á ráðningavef (page_footer)
8. Litur og letur:
Liturinn sem verður notaður er sá sem er ráðandi á ráðningavefnum nema óskað sé eftir öðru. Ef óskað er eftir öðrum lit þarf að senda CSS litakóðann. Letrið verður það sama og er á
ráðningavefnum og sé óskað eftir að breyta því þarf að senda upplýsingar um letrið og láta leturskrá fylgja með í viðhengi.
9. Myndir:
Á vefnum geta verið 5 mismunandi myndir, það er mynd á forsíðu sem talað er um hér að ofan, mynd á Mínum síðum, mynd á innskráningu, mynd á nýskráningu og svo mynd sem er í auglýstum störfum.
Myndirnar sem eru á forsíðu, Mínum síðum, innskráningu og nýskráningu geta verið ein og sama myndin eða sitthvor myndin. Myndirnar fjórar þurfa að vera í þessari stærð: 189x220px.Myndin sem er fyrir ofan auglýst starf þarf að vera í þessari stærð: 1150x480px. Þessari mynd er svo hægt að breyta fyrir hverja auglýsingu sé þess óskað.hlutföllunum 3:4, til dæmis 750x1000px eða stærri.
Ef í vafa með hvernig best er að laga myndirnar til fyrir vefinn, hafðu samband við ráðgjafa okkar í h3@advania.is og sendu okkur þá þær myndir til okkar sem þú vilt hafa á vefnum og við sjáum til þess að þær komi vel út.