Ferli: Laun - Launamenn - Skattkort (persónuafsláttur)
Haldið er utan um persónuafslátt á hverju ári fyrir sig. Þetta er gert til að ekki þurfi að breyta upplýsingum þegar verið er að leiðrétta laun svo og að hægt sé að vera með opnar útborganir á 2 árum samtímis.
Til að persónuafsláttur komi í útreikning þarf að vera dagsetning í "Skráningardagur" og "Hlutfall" þarf að tilgreina.
Ef ekkert er sett í "Síðast notað" kemur inn persónuafsláttur sem er einu sinni greiðslutíðni mannsins, ráðgjafar Advania mæla með því að skrá dagsetningu í síðast notað.
Reiturinn "Ónýttur" er fyrir uppsafnaðan persónuafslátt starfsmanns . Þegar persónusfsláttur er settur inn í byrjun er þessi reitur fylltur út ef eitthvað er skráð aftan á kortiðtilkynnt er um ónýttan afslátt.
Ef afsláttur hefur ekki verið nýttur í einhverja mánuði er sett inn dagsetning síðustu mánaðarmóta og upphæð sett í Ónýttur.
Dæmi hér að neðan:
Tilkynnt er um persónuafslátinn persónuafsláttinn í júlí og að hann sé ónotaður frá 30.04, dagsetning 30.06. er sett inn og í ónýttur er sett 2 svar sinnum persónuafsláttur mánaðar.
Ef persónuafslátturinn nýtist ekki að fullu í útborgun skilar kerfið restinni inn í þennan reit og notar síðan í næstu útborgun/útborgunum.
Persónuafsláttur Skattkort maka er meðhöndlaður meðhöndlað á nákvæmlega sama hátt og hér að ofanskattkort launamanns. En ef maki á ónýttan persónuafslátt þá er upphæðin sett inn í reitinn "Ónýttur" hjá starfsmanni.
Þegar persónuafsláttur er nýttur er fyrst notaður ónýttur afsláttur launamanns, næst ónýttur afsláttur maka, þá hlutfall persónuafsláttar launamanns og síðast persónuafsláttur maka.
Tip | ||||
---|---|---|---|---|
| ||||
Flýtilykillinn Alt+4 opnar skjámyndina persónuafsláttur skattkort á fyrsta launamanni, ef notandi er staddur í kerfiseiningunni "Laun". Ef notandinn er staddur í ákveðnum launamanni þá opnast persónuafsláttur skattkort þess launamanns. |