Upplýsingar fyrir starfsmenn eru skráðar inn í tvö spjöld, annars vegar Launamenn og hins vegar Starfsmenn. Inn í launamannaspjaldið er meira verið að skrá persónulegar upplýsingar en inn í starfsmannaspjaldið eru skráðar upplýsingar sem tengjast starfi starfsmannsins.
Það þarf alltaf að byrja á að stofna launamannaspjald áður en hægt er að skrá starfsmannaspjald fyrir viðkomandi starfsmann.
Þegar skráð er inn á launamenn þarf að nota upplýsingar úr ýmsum stofnlistum. Með kerfinu koma uppsettir felligluggar fyrir þjóðerni, lönd, póstnúmer og bankanúmer sem eru allt listar sem þarf að nota í stofnun á launamönnum.
Stofnun launamanna
Farið í Launamenn og ýtt á Insert og þá er hægt að byrja að skrá inn á launamannaspjaldið
Neðst í
...
launamannamyndinni eru flipar fyrir
...
Skattkort og Gjöld og eru næstu skref að skrá upplýsingar
...
þar inn, sjá leiðbeiningar hér
...
Til að skrá upplýsingar um gjöld launamanna, sjá hér
Farið í Launamenn og ýtt á Insert og þá er hægt að byrja að skrá inn á launamannaspjaldið
...
Stofna launafólk með innlestri
Hér að neðan er skjal með heiti á dálkum sem þarf að fylla inn í til að stofna launamenn í H3.
ATH, ekki er þörf að fylla inn í alla dálkana, en því fleiri dálk sem eru útfylltir því minni handavinna er í H3 að setja inn upplýsingar.
View file | ||
---|---|---|
|
Innlestur fer svo fram undir Laun - Launamenn - Hægri smella á svæðið undir Launamenn - Flytja inn - Flytja inn excelskjal
Ef villa kemur upp á t.d. 2 starfsmönnum af 50. Þá stofnast 48 starfsmenn í H3 og þarf að laga þá tvo sem komu á villu.
Dæmi um villu, línan í excel skjalinu verða rauð og athugasemd birtist aftast í skjalinu. Hér á mynd er verið að kvarta yfir númer fyrir landi, þar sem skrifað var ISL en í master töflunni er það IS.
Þegar búið er að laga villuna þarf að eyða dálkinum “villa (exception) á mynd hér að neðan röð AN, vista skjal upp á nýtt og lesa aftur inn bara með þeim launamönnum.
Þegar lesið er inn excel skjalið poppar upp gluggi með athugasemd “Listinn verður hreinsaður og þar verður birtar þær færslur sem hafa verið fluttar inn. Villtu halda áfram”
Ekki er átt við að launamannaistinn verður strokaður út og nýr tekir við, heldur er átt við að ef launamaður er til í kerfinu og hann kemur einnig fram í skjalinu, en með örðum upplýsingum þá taka nýju upplýsingarnar yfir.