Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

H3 kemur uppsett með 5 gjaldheimtum, sjá meðfylgjandi lista og lýsingu á gjaldheimtu. Til að sjá stofnupplýsingar um gjaldheimtu er tvísmellt á viðkomandi línu.

...

Fyrstu þrjár gjaldheimturnar eru gjaldheimtur sem þurfa að vera til í kerfinu vegna skyldu launagreiðanda til að standa skil á þessum greiðslum fyrir launþega.

Það á ekkert að þurfa að eiga við stofnupplýsingar á G0, G229 og G1, nema hugsanlega að breyta dagsetningu í gjaldheimtu G1 í reitnum Til greiðslu en hún er stillt á 5, sem er þá 5. hvers mánaðar. Kerfið safnar saman greiðsluupphæðum úr öllum lífeyrissjóðum, stéttarfélögum og gjaldheimtum og býr til jafnmargar greiðsluskrár og dagsetningarnar sem eru í þessum reitum ef Greiðslumáti er stilltur á Textaskrá SI080. Gjaldheimtur G0 og G229 fara í gegnum vefþjónustu og kröfur stofnast sjálfkrafa í banka þannig að þær fara ekki í bankaskrá.

Síðan er búið að stofna 2 gjaldheimtur til viðbótar sem eru G100 Starfsmannafélag og G200 Fyrirfram gr. laun og er þá t.d. hægt að nota fyrir starfsmannafélag fyrirtækisins eða fyrirfram greidd laun ef valið er að hafa þessi gjöld á gjaldheimtu frekar en að skrá þau beint á launalið. Alltaf er svo hægt að bæta við fleiri gjaldheimtum ef þörf er fyrir það. Hér þarf þá að fara í stofnupplýsingar og fylla út rétta kennitölu, Kostir þess að vera með gjaldheimtu frekar en að skrá beint á launalið eru bankaupplýsingar o.fl.

Sjá dæmi um uppsetningu á gjaldheimtu hér

Gjaldheimtur - Skráning upplýsinga