Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Í H3 Ráðningar má senda skjal til undirritunar á þriðja aðila sem er þá hvorki umsækjandi né starfsmaður fyrirtækisins, en skjalið tengist samt sem áður umsækjandandanum / starfsmanninum. Þessi möguleiki kemur til dæmis að góðum notum þegar um að ræða einstakling sem er undir lögaldri og er í stöðu umsækjanda og forráðamaður þarf að undirrita samþykki vegna starfs í vinnuskóla svo dæmi sé tekið. Skjalið er samt sem áður tengt viðkomandi umsækjanda / starfsmanni í kerfinu.

Til að geta sent skjal í undirritun þriðja aðila þurfa í umsókn umsækjandans að vera skráðir einn eða fleiri aðstandendur með skráða kennitölu og netfang. Undir Atriðasafn - Aðstandendur þurfa þessi tvö atriði að vera til staðar, það er að segja kennitala aðstandanda og netfang aðstandanda. Ef þau eru ekki til staðar þarf að hafa samband við ráðgjafa með því að senda póst á netfangið H3@advania.is til að fá aðstoð ráðgjafa H3 við uppsetningu.    

Í Ráðningar - Umsóknir þarf að velja umsækjandann sem á að undirrita vegna, fara inn í umsóknina hans og fara í Rafrænar undirskriftir - Undirritun þriðja aðila (undir pílu).

Þá opnast hinn hefðbundni skráningargluggi fyrir Signet en nú með aukareit þar sem þriðji aðili / forráðamaður er tilgreindur ásamt netfangi hans. Að öðru leyti er skráningarglugginn eins, þ.e. skjal er sett inn, tegund skjals tilgreind, skilaboð sett inn ef vill, tölvupóstsniðmát valið ásamt tímaramma og valið úr lista hver eigi að undirrita fyrir hönd fyrirtækis. Þegar þær upplýsingar hafa verið slegnar inn og smellt á Áfram getur forráðamaðurinn fulltrúi fyrirtækisins nálgast skjalið á Signet til undirritunar.

Ath. þar sem forráðamenn geta verið fleiri en einn þarf að smella í reitinn til að velja forráðamann, reiturinn verður blár.

Image Removed

Image Removed

Ráðlagt er að Setja upp vinnslu sem sækir þá undirrituð skjöl frá Signet eins oft og notandi óskar.

Vinnslan er sett upp í Stjórnun>Signet>Setja upp vinnslu

Image Added

„Setja upp vinnslu“ aðgerðin keyrir á bak við tjöldin og sækir stöðu skjala úr Signet þannig að það sést hvort skjal hafi verið undirritað að hluta, undirritað að fullu eða hafnað. Jafnframt sækir vinnslan skjöl úr Signet og setur í skjalaskáp H3 þegar þau eru að fullu undirrituð.

Info

ATHUGIÐ

Til að vakta stöðu vinnslunnar og ganga úr skugga um að undirrituð skjöl berist reglulega frá Signet, er ráðlagt að gera eftirfarandi:

  • Gefa umsjónaraðila Signet í H3 aðgangseiningu 1154 svo hann fái sjálfvirkan tölvupóst ef vinnslan er ekki í gangi. Einnig þarf að skrá netfang umsjónaraðila inni í H3 (Signet-Owner).

  • Settir eru upp áminningapóstar sem minna undirritunaraðila á að þeir eigi eftir að undirrita. Þegar slíkir póstar fara út eru jafnframt sótt skjöl úr Signet sem eru undirrituð að hluta þau sett í skjalaskáp H3.

Hafið samband við ráðgjafa H3 með því að senda póst á netfangið H3@advania.is til að setja upp ofangreinda virkni.