Dagpeningar eru skráðir í Biðfærslur - Dagpeningar
Smellt er á biðfærslur til að skrá dagpeninga:
Skjámyndinni er hægt að raða upp á ýmsa vegu og draga dálka upp fyrir rammann sem skoða á sérstaklega hverju sinni. Þannig er hægt að sjá í einni svipan t.d. alla þá sem eru að fara á sama stað, eru með sömu dagsetningar eða þá sem eiga ógreidda dagpeninga.
...
Oft er hafður einn bunki fyrir hvern mánuð eða hvert ár, en stundum þarf að skipta honum upp, til dæmis þegar hluti starfsmanna fær dagpeningana greidda áður en ferðin er farin en aðrir fá greitt í næstu útborgun.
Þegar búið er að skrá dagpeningafærslurnar er farið í "Aðgerðir" (niðri vinstramegin) og valið "Reikna dagpeninga". Þá kemur upp ferill með sjálfgefnum gildum sem sett hafa verið í stilli, þessum gildum er hægt að breyta í hverri færslu fyrir sig. Hægt er að reikna færslurnar og sjá útreikning áður enn þær eru greiddar. Ath. passa þarf að gengi sé uppfært: Skráning - Innlestur - Gengi - Innlestur á gengi.
Ef valið er Já í "Stofna bankafærslur" þá verða til bankafærslur sem hægt er að greiða. Jafnframt fá færslurnar merkinguna greiddar og eru ekki lengur sýnilegar undir síunni "Ógreiddir", einungis undir "Greiddir ótengdir". Ekki er lengur hægt að breyta færslunum eftir að þær eru greiddar.
"Nota brottfaradag -1" er notað ef dagpeningar eru greiddir fyrirfram og gengi dagsins er ekki komið inn.
Í mánuðinum er hægt að framkvæma þetta ferli eins oft og þurfa þykir. Á endanum eru færslurnar fluttar yfir í útborgun. Þá er farið í "Aðgerðir" og "Tengja útborgun" og fylltur út ferillinn sem kemur upp.
Til að setja færslur í útborgun er farið í Aðgerðir / Tengja útborgun
"Greiðsludagur frá" og "Greiðsludagur til" er dagurinn í dag, þ,e, dagsetning þegar þú ert að framkvæma þessa aðgerð.
Setja inn rétta útborgun, hún þarf að vera opin.
Launaliðurinn sem er valinn í "Launaliður" er dagpeningalaunaliður, oft 500 en gæti verið annar í þínu fyritæki.
Ef á að reikna skatt á færslurnar er valið Já í "Nota skattareglur dagpeninga". Þá reiknar kerfið skatt ef mismunur er á upphæð í Dagpeningauppsetningu og Skattareglu dagpeninga sem er á viðkomandi Dagpeningauppsetningu.
Ef búið er að ganga frá greiðslu til starfsmanns er valið að setja inn fyrirframgreiðslur. Ef valið er Nei þá er verið að greiða dagpeningafærslurnar út í launakerfinu (viðkomandi útborgun). Hægt er að nota báðar aðferðir í sömu útborgun en þá verður að flytja færlsurnar í tvennu lagi og hafa þær í 2 bunkum. Þetta er hægt með því að taka hakið úr Greiðist nú og flytja einungis þær sem eru með hakinu fyrst og setja svo hakið í aftur á þær færslur sem fóru ekki yfir og breyta um aðferð (Já eða Nei í Setja inn fyrirframgreiðslur)
Hægt er að eyða dagpeningafærslum úr útborgun ef útborgun er opin. Þá er farið í "Aðgerðir" og "Eyða dagpeningayfirfærslum". Þá eru færslurnar komnar til baka undir síunni "Greiddar".
Til að flýta ferlinu er hægt að lesa dagpeningana inn sjá hérAth. Þau gildi sem eru ekki valin úr fellilista í stillinum þarf að vera að vera búið að forskrá í Dagpeningar -> Stofn.
Til að flýta fyrir skráningu er hægt að skrá þau gildi sem eiga að vera sjálfgefin í skráningunni í Laun -> Stofn -> Stillir. Það eru gildin staður, komu- og brottfararnúmer (flug / ferð), farartæki og stöðuheiti. Til þess þarf notandi að hafa aðgang að H3 Laun.
Hér má sjá dæmi um hvernig gildi eru forskráð í stilli og hvernig þau birtast þegar skrá á nýja færslu:
Þegar búið er að skrá dagpeningafærslurnar er farið í Aðgerðir (niðri hægra megin) og valið að Reikna dagpeninga.
Nánari leiðbeiningar má finna í kaflanum Unnið með dagpeningafærslur