...
Í listum í kerfinu er til staðar sú virkni að þegar nafn er valið og smellt á Ctrl+M opnast gluggi þar sem hægt er að skrifa minnispunkta varðandi viðkomandi starfsmann. Einnig er hægt að stilla minnisatriðið þannig að send verði áminning á þann aðila sem skráði minnispunktinn og tekinn frá tími í dagatali ef tímamörk eru á að notandi klári verkefni er varða viðkomandi starfsmann. Einungis sá sem skráir minnispunktinn sér hann. Hann getur breytt minnispunktinum og bætt við fleiri minnispunktum.
Hér á eftir fara leiðbeiningar um það hvernig skrá má minnispunkta á einstaklinga:
...
eða eytt honum.
Yfirlit skráðra minnispunkta er svo aðgengilegt í:
- Laun: Til að fá yfirlit yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið í kerfið er gefinn aðgangur að einingu salary0100 - Laun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M
- Til að opna fyrir yfirlit minnispunkta í Stjórnun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu salary0100 - Stjórnun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M
Einstaklingurinn sem á að skrifa minnispunkta vegna er valinn og smellt á Ctrl+M. Gluggi opnast þar sem skrifa má minnispunkt, sjá dæmi hér að neðan:
...
...
Persónuvernd (GDPR) og minnispunktar:
Umsjónaraðili kerfisins gefur aðgang að virkninni fyrir persónuvernd, en nálgast má virknina á Laun eða Stjórnun flipanum í H3+.
- Til að opna fyrir virknina á Laun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1001 - GDPR H3 Laun
- Til að opna fyrir virknina á Stjórnun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1101 - GDPR H3 Mannauður
Til að sækja upplýsingar starfsmanns er smellt á hnappinn Persónuvernd. Þá opnast gluggi þar sem slá má inn kennitölu þess starfsmanns sem um ræðir og smellt á Leita. Undir liðnum Annað má finna Minnispunktana:
Í listanum er hægt að haka við einstaka liði, eða alla, og mun valið endurvarpast í gögnunum sem afhent eru. Loks eru gögnin tekin út í Excel eða Json skjal með því að smella á viðkomandi hnappa. H3 birtir þá glugga þar sem skráð er nafn skjalsins og hvar á að vista það.
...
- M - ATH að sá sem er með þessa einingu sér ALLA minnispunkta sem hafa verið skráðir í kerfið. Eftir apríl uppfærsluna 2022 eru minnispunktar starfsmanns sem skráðir eru með kennitölu eða starfsnúmer í reitinn "Númer" aðgengilegir í gegnum "Skrá tíma og laun skjámyndina".
- Stjórnun: Til að fá yfirlit "Mína minnispunkta" í Stjórnun er gefin aðgangur að einingu hrm0100 - Stjórnun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M (til að einingin virki þarf einnig að fá aðgang að Stofni undir Stjórnun með einingunni hrm0005)
- Skrá tíma og laun: Hægt er að fá yfirlit yfir skráða minnispunkta á starfsmann í Skrá tíma og laun - Skráning - Minnispunktar (til að fá þessa virkni inn þarf notandi að hafa einiguna salary0100).
Child pages (Children Display) |
---|
Note |
---|
Athugið. Stilla þarf netföng til að áminningar berist; annars vegar þarf að vera netfang á viðkomandi notanda (Kerfisumsjón - Notandi) og hins vegar þarf að stilla netfang sem áminningin er send úr. Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa okkar í netfangið h3@advania.is til að fá aðstoð við það (appointmentMailFrom). |