Afstemmingar eru mikilvægur partur af launavinnslunni og það að gefa sér tíma til að renna yfir þær getur komið í veg fyrir villur og tímafrekar leiðréttingar í næstu útborgunum.
...
Áður en farið er í afstemmingar þarf að endurreikna launin, gert í Laun – Endurreikna.
Listar undir Laun – Afstemming - Fyrirspurnir
Afstemmingarlisti launa Athuga lí
fAthuga líf.sjóðisjóði, stéttarfélög
Hlutfall frádráttar
Laun leyfi/hættur
Launaliðir í útborgun
Með laun, ekki skattkort
Vantar bankaupplýsingar
Listar undir Laun – Afstemming – Skýrslur
Fyrirtækjalisti
Launaliðir
Samanburður á föstum liðum
Bókhald - Afstemmingarlisti
Listar í OLAP teningum
Samanburður á milli mánaða
Afstemming lífeyrissjóðs
Afstemming tryggingagjalds
Afstemmingarlisti launa
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Afstemmingarlisti launa, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Með því að smella á bláu línuna, “Útborguð laun” er hægt að raða listanum frá lægsta til hæsta. Í þessu dæmi sjáum við að útborguð laun hjá einum starfsmanni eru í mínus og þá getum við smellt á línuna fyrir viðkomandi starfsmann og förum beint í skráningu og getum gert lagfæringar þar.
...
Athuga lífeyrissjóði Athuga lífeyrissjóði og stéttarfélög
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Athuga lífAthuga líf.sjóðisjóði, stéttarfélög, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Ef smellt er á starfsmanninn er farið í skrá tíma og laun og þar er hægt að gera lagfæringar á lífeyrissjóði í flipanum fyrir Lífeyrissjóð.
...
Hlutfall frádráttar
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Hlutfall frádráttar, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Inn í listann eru þá að koma þeir sem eru með hærri frádrátt en 75% af heildarlaunum og þá er hægt að skoða þessa starfsmenn betur og gera leiðréttingar ef við á.
Laun leyfi/hættur
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Laun leyfi/hættur, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Hægt er að smella á viðkomandi starfsmenn og þá förum við beint í skráningu launa og getum skoðað færslur og lagfært ef við á.
Launaliðir í útborgun
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Launaliðir í útborgun, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Hægt er að smella á viðkomandi starfsmenn og þá förum við beint í skráningu launa og getum skoðað færslur og lagfært ef við á.
Með laun, ekki skattkort
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Með laun, ekki skattkort, velja forsendur og smella á Opna lista.
...
Hægt að einangra eftir flipanum Síðast ráðinn. Eins og í öðrum afstemmingum er hægt að velja starfsmann og smella á og þá er farið beint í skráningu launa.
Vantar bankaupplýsingar
Farið í Laun – Afstemming – Fyrirspurnir – Vantar bankaupplýsingar, velja forsendur og smella á Opna lista
...
Hægt að smella á starfsmann og gera viðeigandi breytingar.
Fyrirtækjalisti
Farið í Laun – Afstemming – Skýrslur – Fyrirtækjalisti, velja forsendur og smella á Skoða á skjá
...
Einnig getur verið gott að renna yfir persónuafsláttinn og skoða hvort einhver er að nýta meira en mánaðarlegan persónuafslátt og hvort það sé þá eðlilegt.
Launaliðir
Farið í Laun – Afstemming – Skýrslur – Launaliðir, velja forsendur og smella á Skoða á skjá
...
Listinn er sundurliðaður niður á starfsmenn og sýnir tíma/einingar og samtals fjárhæð.
Samanburður á föstum liðum
Farið í Laun – Afstemming – Skýrslur – Samanburður á föstum liðum, velja forsendur og smella á Skoða á skjá
...
Ef einingum hefur verið breytt í skráningu kemur fram mismunur í þessum lista. Það getur átt sér eðlilegar skýringar. Einnig koma á listann þeir sem eru hættir en eru skráðir með föst laun.
Bókhald - Afstemmingarlisti
Farið í Laun – Afstemming – Skýrslur – Bókhald - Afstemmingarlisti, velja forsendur og smella á Skoða á skjá
Hér er hægt að sjá færslur sundurliðaðar skv. uppsetningu bókhalds. Hér er einnig gott að bera saman fjárhæðina sem kemur í Ógreidd laun, við Útborguð laun í fyrirtækjalista.
Afstemmingar í OLAP teningum
Í OLAP teningum er hægt að setja upp ýmsar skýrslur sem geta nýst vel í afstemmingum launa og hægt er að aðlaga þær að þörfum notenda.
...
Samanburðarskýrslur í OLAP
Samanburðarskýrslur milli mánaða geta nýst vel í launaafstemmingum. Hér eru ótal möguleikar í uppsetningum.
Samanburður á launaliðum brotið niður á starfsmenn (Upphæðir eða einingar)
Samanburður á deildum milli mánaða, brotið niður á launaliði.
Afstemming lífeyrissjóðs
Afstemming tryggingagjalds
Hafið samband við launaráðgjafa H3 ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur afstemmingaskýrslur í OLAP teningum og fáið aðstoð við að setja upp skýrslur sem henta ykkar þörfum.