Dagpeningatöflur halda utan um hvað er borgað fyrir hverja ferð hverju sinni, þessari töflu þarf notandinn að viðhalda.
Númer getur verið 1,2,3 ... eða skammstöfun á áfangastað og skammstöfun á tegund ferðar t.d. AM-GF fyrir gistingu og fæði í Amsterdam
Tip ATH. Í einfaldri uppsetningu eru "Stöðuheiti", "Farartæki", "Komunúmer", "Brottfararnúmer" og "Farþegi" ekki sett inn heldur sett í Stilli sem fastar þannig að allar ferðir sæki sömu gildi.
- "Staður", "Land" og "Heimsálfa" þurfa að vera útfyllt, þegar skráður er Staður koma Land og Heimsálfa sjálfgefin þar sem búið er að tengja þessa hluti saman í viðkomandi grunntöflum.
- Í "Launliður" er sett númer launaliðarins sem á að bóka dagpeningana á.
- Velja þarf Skattareglu dagpeninga fyrir dagpeningatöfluna. Þegar dagpeningafærslurnar eru fluttar yfir í launakerfið og valið er að "Nota skattareglur dagpeninga", þá ber kerfið saman upphæðina í dagpeningatöflunni og upphæðina í skattareglunni sem hangir á viðkomandi dagpeningatöflu og er skattur reiknaður af mismuninum.
- Upphæð dagpeninga er skráð í færslulínur neðst í myndinni. Færsla tekur gildi frá og með deginum sem er skráður í "Gildir frá", og gildir þar til ný færsla með síðari dagsetningu er sett inn.
...
Upphæðir í dagpeningatöflum geta verið settar upp eftir kjarasamningum/fyrirtækjasamningum eða skv. viðmiði RSK https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/dagpeningar/#tab2.
Það þarf því að fylgjast vel með ef breytingar verða á þessum samningum eða viðmiðum.