Dagpeningatöflur halda utan um hvað er borgað fyrir hverja ferð hverju sinni, þessari töflu þarf notandinn að vilhalda.
"Númer" getur verið 1,2,3 ... eða skammstöfun á áfangastað og skammstöfun á tegund ferðar t.d. AM-GF fyrir gistingu og fæði í Amsterdam
Í einfanldri uppsetningu eru "Stöðuheiti", "Farartæki", "Komunúmer", "Brottfararnúmer" og "Farþegi" ekki sett inn heldur sett í Stilli sem fastar þannig að allar ferðir sæki sömu gildi.
"Staður", "Land" og "Heimsálfa" þarf að vera útfyllt, þegar skráður er Staður þá koma Land og Heimsálfa sjálgefið þar sem búið er að tengja þessa hluti saman í viðkomandi grunntöflum.
Í "Launliður" er sett númer launaliðarins sem á að bóka dagpeningana á (t.d. 500).
Setja þarf Skattareglu dagpeninga við dagpeningatöfluna. Þegar dagpeningafærslurnar eru fluttar yfir í launakerfið og valið er að "Nota skattareglur dagpeninga", þá ber kerfið saman upphæðina í dagpeningatöflunni og upphæðina í skattareglunni sem hangir á viðkomandi dagpeningatöflu.
Upphæð dagpeninga er skráð í færslulínur neðst í myndinni. Færsla tekur gildi frá og með deginum sem er skráður í "Gildir frá", og gildir þar til ný færsla með síðari dagsetningu er sett inn.
Munið að þegar upphæð er breytt í Dagpeningatöflunni þarf jafnframt að skoða hvort ekki þurfi að uppfæra upphæðina í Skattareglur dagpeninga.