Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

Version 1 Next »

Nú er hægt að skrá færslur á marga starfsmenn í einu í tímavídd.

Oft er óskað eftir því að breyta mörgum starfsmönnum eins t.d. innan x deildar og eða ef t.d. breyting á sér stað þvert yfir fyrirtækið, fyrir x launatöflu o.s.frv. þá er það hægt í H3 í dag með eftirfarandi hætti.

Ferli: Laun - Starfsmenn - Aðgerðir - Stofna Tímavídd

Einnig er hægt að velja marga úr starfsmannalista með því að halda niðri ctrl + shift takkanum og smella á “stofna tímavídd”

Með því að velja starfsmenn úr lista og smellt er á “stofna tímavídd” þá koma þeir starfsmenn valdir undir “starfsmaður” 6 Starfsmenn valdir.

Ef smellt er beint á Stofna tímavídd þá er hægt að velja úr lista þegar smellt er á stækkunarglerið, filtera jafnavel niður á deild, starfsheiti.

Dæmi: Ég vil breyta öllum starfsmönnum í deildinni Laun og mannauður í 80% ráðningarhlutfall frá 1.1.2021

Ég filtera á deildina, haka í starfsmennina og smelli á “velja starfsmenn”

Set inn gildistímann í gildir frá 1.1.2021 og breyti í ráðningarhlutfalli í 80, skrái athugsemd ástæðu breytinga og smelli á Halda áfram

Þá kemur upp gluggi með yfirlit yfir þá starfsmenn sem breyttir voru, hægt er að smella á viðkomandi stafsmann, þá birtist í yfirlit hvernig viðkomandi starfsmaður var og hvernig hann verður eftir breytingu.

Gott er að haka í “Taka út breytingarskýrslu” til að fara yfir og vista hjá sér.

Þegar búið er að fara yfir breytingar þá er smellt á “Staðfesta skráningu”

Ef það er til tímavídd á starfsmann fram í tímann þá kemur athugsemd þess efnis og hægt er að fara með músina yfir merkið til að sjá athugsemdina.

Smellt er svo á “Loka”

Ef hakað var í að “Taka út breytingarskýrslu” þá kemur valmöguleiki að vista niður textaskjalið um breytingarnar.

Þetta hak táknar að breytingin tókst

  • No labels