Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 3 Next »


Lausnin felst í áætlun sem unnin er út frá rauntölum sem sóttar eru í launakerfið, vinnuframlag hvern mánuð síðast liðins árs eða annars skilgreinds tímabils og launataxtar eins og þeir eru þegar rauntölurnar eru sóttar. Með því móti fáum við inn árstíðarbundnar sveiflur og vinna við forsendur áætlunar er lágmörkuð og um leið er yfirsýn aukin.Launaáætlun í H3+ veitir stjórnendum fyrirtækja góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.

Að áætlanagerðinni geta komið margir aðilar.  Gert er ráð fyrir að einn aðili hafi yfirumsjón með verkinu, stofni áætlunina og setji upp forsendur.  Að því loknu er hægt að dreifa vinnu við áætlunina á fleiri hendur, en í því sambandi er grundvallaratriði að allir sem koma að áætlanagerðinni hafi fullann skilning á verklagi við áætlunina.  

Tilgangur:
Tilgangur áætlanagerðar er ekki að áætla upp á krónur og aura heldur gera okkur fyrirfram grein fyrir stöðunni á hverju tímabili og læra af reynslu liðins árs til að gera betri áætlanir fyrir það næsta. 
Gera yfirmenn ábyrgari með því að fá þá til þátttöku í áætlanagerðinni sem stuðlar að því að þeir fái betri tilfinningu fyrir þeirri rekstrareiningu sem þeir bera ábyrgð á.

Launaáætlun er stjórntæki til að ná fram settum markmiðum.

Áður en farið er af stað í áætlunargerðina þarf að taka ákvörðun um eftirfarandi þætti:

  1. Hvaða tímabil á að nota til viðmiðunar, 12 mánuði aftur í tímann, 3 mánuði, eldri ár...  Fer allt eftir því hversu miklar sveiflur hafa verið í rekstri.

  2. Hvaða launahækkunum eigum við að gera ráð fyrir hjá hverjum hópi fyrir sig.

  3. Á að áætla á sama stöðugildisfjölda og rauntölur áætlunartímabils, hækkun/lækkun

  4. Hvernig eigum við að brjóta áætlunina upp þannig að formið sé skýrt og auðvelt að vinna með það.  Dagvinna, yfirvinna, nefndarlaun,uppbætur.....

  5. Hvert er hlutverk deildarstjóra eða annarra sem koma að áætluninni, eiga þeir einungis að spá fyrir um stöðugildi hvern mánuð eða eiga þeir að fullvinna áætlunina fyrir sinn hóp.

Aðgangsstýringar:

Aðeins þeir aðilar sem hafa kerfisstjóraaðgang í H3 geta stofnað notendur að áætlunarkerfinu og sett á þá heimildir.  Aldrei ætti að afhenda notendanafn og lykilorð nema vera búið að fara inn í kerfið sem viðkomandi notandi og sannreyna að ekkert sjáist sem ekki á að sjást. 

Vinnufyrirkomulag:



  • No labels