Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 10 Next »

Neðst í launamannaspjaldinu er flipi fyrir skráningu á gjöldum. Hér er hægt að skrá inn gjöld á allar gjaldheimtur sem hafa verið stofnaðar í kerfinu. Það er bæði hægt að setja inn gjöld sem er föst mánaðarleg upphæð og einnig gjöld sem er heildarupphæð, dregin af í nokkrum greiðslum.

Kerfið kemur uppsett með þessum gjaldheimtum.

Gjaldheimur G100 og G200 eru hugsaðar fyrir starfsmannafélag og fyrirfram gr. laun en launagreiðandi getur valið að nota þetta fyrir aðrar gjaldheimtur og þá breytt nöfnunum. Í þessum gjaldheimtum á einnig eftir að setja inn allar stofnupplýsingar, kennitölu, bankareikningsnúmer o.fl. Alltaf er svo hægt að bæta við nýjum gjaldheimtum ef þörf er á. Til að bæta við upplýsingum á gjaldheimtu er farið í Stofn - Gjaldheimtur og tvísmellt á viðkomandi gjaldheimtu, upplýsingar skráðar inn og vistaðar.

Dæmi þar sem gjaldheimtur G229 og G100 eru með fasta mánaðarlega tölu og G350 er með heildarupphæð kr. 150.000 þar sem fyrsta greiðsla er kr. 50.000 og svo næstu greiðslur kr. 20.000 þangað til upphæðin er að fullu greidd.

Hægt er að skrá gjöld inn á launamann á þremur stöðum í kerfinu.

  1. Fara í Launamenn, velja launþega og smella á flipann Gjöld og skrá þar inn upplýsingar.

  2. Fara í Skrá tíma og laun, velja launþega og smella á flipann Gjöld og skrá þar inn upplýsingar

  3. Fara í Stofn - Launamenn - Gjöld, ýta á Insert og skrá þar inn upplýsingar í lista. Hentar vel þegar skráð er á marga í einu.

Sjá almennar upplýsingar um gjaldheimtugjöld hér Setja gjöld á launamann

  • No labels