Þegar laun hafa verið reiknuð er hlutverk launafulltrúa að setja laun í samþykkt og vakta ferli launasamþykktar.
SETJA Í SAMÞYKKT
Þegar laun hafa verið reiknuð, áður en útborgun er uppfærð er hægt að setja útborgun í samþykkt hjá stjórnendum. Til að setja útborgun í samþykkt þarf að haka við reitinn Útborgun sýnileg í samþykktarferli í útborguninni. Ef þú vilt ekki að útborgunin sjáist lengur í samþykktarferli tekur þú hakið af.
Til að póstur fari til samþykktaraðila þarf að fara á flipann Verkborðog nota aðgerðina Setja í staðfestingu. Hægt er að velja hvort samþykki er sett er af stað fyrir:
1) Allar deildir/hópa
Hægt er að setja af stað samþykkt fyrir allar deildir/hópa með einni aðgerð:
2) Valdar deildir/hópa/starfsmenn
Hægt er að setja af stað samþykkt á einni deild eða einum starfsmanni; með því að smella á '+' táknið við nafn deildar eða starfsmanns:
SKOÐA SAMÞYKKTIR
Til að fylgjast með stöðu samþykkta er fylgst með lit í dálkinum Staða:
Rautt: samþykktarferli ekki hafið / ekki lokið
Appelsínugult: samþykktarferli hafið
Grænt: samþykktarferli lokið
SKRÁ ATHUGASEMDIR
Til að skrá athugasemdir er farið á flipann Staðfesting launa:
Hægt er að láta póst sendast þegar athugasemdir eru skráðar. Hafið samband við ráðgjafa h3@advania.is til að virkja póstsendingar.
SENDA ÁMINNINGAR
Til að ýta við að laun séu samþykkt getur launafulltrú sent póstáminningu til stjórnanda um að samþykkja laun sem send hafa verið í samþykkt. Hægt er að senda áminningu vegna allra hópa/deilda, einnar deildar/hóps eða eins starfsmanns í einu.
TAKA ÚR STAÐFESTINGU
Sé breytt um deild sem laun eiga að staðfestast á, s.s. ef laun hafa þegar verið reiknuð og síðan látið vita að starfsmaður sé farinn að vinna fyrir aðra deild þá verða til tvær samþykktir á starfsmann inni í samþykktarferlinu:
Tóm samþykkt fyrir deildina sem laun höfðu verið reiknuð á
Samþykkt fyrir deildina sem laun voru flutt á.
Í því tilviki þarf að taka starfsmanninn úr staðfestingu fyrir deildina sem tómu launin eru á:
SETJA Í ENDURSAMÞYKKT
Hafi verið gerðar breytingar á launaútreikningi eftir að laun voru samþykkt af stjórnanda þarf að setja launin í endursamþykkt. Hægt er að setja heila deild/hóp eða einn starfsmann í einu í endursamþykkt.
ATHUGIÐ: Við endurreikning eða endursamþykkt er hægt að setja mörk á mismun milli upphæðar sem sett er í samþykkt og upphæðar sem endurreiknuð hefur verið í útborguninni án þess að krafist sé endursamþykkis. Sjálfgefin upphæð er +/- 15 krónur. Hafið samband við ráðgjafa h3@advania.is ef breyta á mörkunum.
SKOÐA SAMÞYKKTARFERLI
Launafulltrúi hefur aðgang að sambærilegri síðu og stjórnendur til að fá yfirsýn yfir samþykktarferli. Síðan er aðgengileg á flipanum Samanburður í samþykktarferli. Launafulltrúi getur unnið í samþykktarferli með sambærilegum hætti og stjórnandi að undanskildu því að hann getur ekki samþykkt laun. sjá Stjórnendur