Þegar allri yfirferð er lokið er farið í að uppfæra launin, gert með því að fara í Laun - Uppfæra
þá kemur þessi gluggi upp og mælt er með því að fara í gegnum villuprófanir og endurútreikning ef hann hefur ekki verið framkvæmdur áður en farið var í uppfærslu. Endurútreikningur ætti alltaf að vera síðasta aðgerð áður en uppfært er.
Ef að það koma einhverjir starfsmenn upp í villuprófunum þá þarf að skoða hvort það eigi sér eðlilegar skýringar eða leiðrétta ef við á. Ef það á sér eðlilegar skýringar er hægt að breyta hakinu í Framkvæma uppfærslu þannig að uppfærsla stöðvist ekki og smella síðan á Framkvæma.