Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun | Unnið hefur verið að ýmsum betrumbótum hvað varðar hraða í launakerfinu auk þess sem skilvirkni í skráningu launa hefur verið bætt. | |||
Laun - Skrá tíma og laun | Aðlaganir vegna útreiknings launa þegar nýjir starfsmenn eru ráðnir frá dagsetningu sem er ekki fyrsti dagur mánaðar. Nú skiptast launin rétt upp í Skrá tíma og laun hvort sem um er að ræða að starfsmaður sé ráðinn fram í tímann eða skráður eftir að hann hóf störf en hann kom til starfa fyrr í yfirstandandi mánuði. | LAUN | ||
Laun - Launatöflur - innlestur | Nú er hægt að lesa inn þrep í launatöflur með þeim númerum sem óskað er. Til dæmis getur fyrsta þrep verið þrep 0 en ekki sjálfgefið 1 eins og áður var. Innlestrarskjal fyrir launatöflur þarf nú að innihalda línu efst sem segir til um þrepanúmerin sem nota á í launatöflunni. Þessi nýja lína skal byrja á orðinu "Haus" og þar á eftir koma þær tölur sem þrepin verða númeruð eftir með semikommu á milli: Haus;0;1;2;3;4;5;6;7;8 og á eftir fylgja flokkar og upphæðir þrepanna: Hér er þá dæmi um hvernig númer þrepanna er birt í samræmi við skráninguna í skjalinu: | LAUN | Sjá nánar í leiðbeiningum Launatöflur. | |
Laun - Innlestur - Skráningar | Við innlestur launa eru nú birtar athugasemdir ef úttekið orlof er hærra en heildartímar. | LAUN | ||
Laun - Úttak - Bankafærslur | Búið er að gera viðeigandi ráðstafanir vegna eftirfarandi bankaútibúa varðandi sendingu bankaskráa:
| LAUN | ATH. skrá þarf hvert útibú fyrir sig í Laun - Stofn - Bankar | |
Stjórnun - Vöntunarlisti - Starfsgreiningaryfirlit | Síu hefur verið bætt við Starfsgreingaryfirlit þannig að nú er hægt að sía eftir starfsgreiningu sem og kröfu. | STJÓRNUN | ||
Starfsgreiningaryfirlit Þekkingaryfirlit | Stillingagluggi í starfsgreiningaryfirliti og þekkingaryfirliti hefur verið breikkaður til að lengri heiti á deildum séu sýnileg. | STJÓRNUN | ||
Verkferlar | Lagfæring á verkferli þegar um er að ræða nýráðningu starfsmanna sem ekki á að hefja störf strax og eru þar af leiðandi með með auða stöðu starfs. | |||
Vegna vefþjónustu Landsbankans | SSL samskipti hafa verið uppfærð í TLS 1.2 | |||
Rafrænar undirritanir | Lagfæring vegna aðgerðarinnar Sækja undirrituð skjöl. | SIGNET |
Manage space
Manage content
Integrations