Ferli: Laun - Úttak - Launseðlar → Senda til vefþjónustu
Forsendur
Allir launaseðlar í H3 eru sendir í gegnum vefþjónustu Laun – Úttak – Launaseðlar – Senda í vefþjónustu.
Viðskiptavinir verða að hafa samband við sinn viðskiptabanka og láta vita að launaseðlar verði sendir frá “H3LS-003 (xml)“.
Viðskiptabankinn skráir þessar upplýsingar hjá sér og lætur RB vita þannig að eftir skráningu er þetta snið launaseðla notað.
Þeir viðskiptavinir sem eru hjá Arionbanka þurfa að vera búnir að sækja um búnaðar-eða starfsskilríki hjá Auðkenni, sjá http://www.skilriki.is.
Hér má svo finna nánari upplýsingar um uppsetningu á búnaðar- eða starfsskilríkjum fyrir Arionbanka “Auðkenning og skilríki”.
Eftir að viðskiptabankinn hefur látið vita að ný skráning hafi tekið gildi er hægt að senda launaseðlana í gegnum vefþjónustu.
Ef þessari virkni er óskað þá hafið samband við ráðgjafa á netfangið h3@advania.is sem mun aðstoða við að bæta við aðgang.
Prófanir á móti viðskiptabanka.
Undirbúningur:
Taka út 2-4 launaseðla TXT skrá með "Senda í heimabanka" vinnslunni. Eiga afrit af skránni. ✓
Prófanir:
1. Keyra vinnsluna "Senda í vefþjónustu" velja Banki = Skoða/vista sem HTML, sem vistar bæði XML og HTML skrá niður á sama stað og TXT skrárnar lenda ✓
2. Skoða HTML útgáfu af launaseðlinum ✓
3. Keyra vinnsluna aftur en nú með sendingu til viðskiptabanka. Það nægir að senda einn launamann í þetta skiptið. Biðja viðkomandi launamann um að skrá sig inn í sinn heimabanka og bera saman afritið af launaseðlinum við 2). ✓
4. Ef engar villur eða athugasemdir koma upp er hægt að senda launaseðla á alla starfsmenn í framhaldinu.✓
Ferlið:
Laun - Úttak - Launseðlar → Senda til vefþjónustu
Valin er inn sú útborgun sem á að vinna með.
Valin er svo sá viðskiptabanki sem launagreiðandi er í viðskiptum við undir “Banki”.
Notað er sama notandanafn og lykilorð og þið notið inn í fyrirtækjabankann.
Einnig er hægt að skoða launaseðla áður en þeir eru sendir með því að velja “Skoða/vista sem HTML”
Arionbanki er viðskiptabanki sem krefst þess að nota “Rafræn skilríki” og þurfa þeir viðskiptavinir að vera búnir að sækja um búnaðar-eða starfsskilríki.
Stillingar
Laun - Stofn - Stillir > Staðsetningar
Undir Rafrænskil laun þá þarf að hafa slóðina
C:\Launaseðlar\$SQL{select employer_nationalid+'_LS_'+ssma_oracle.to_char_date(sysdateTIME(),'ddmmyyyy')+'_01.txt' from employer}
Fyrir Landsbanka og Íslandsbanka.