Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Með því að setja flokk á ráðningabeiðnir munu beiðnirnar birtast undir flokksheitunum á ráðningavefnum.  Þetta má til dæmis nota til að hópa saman svipuð störf eða störf sem tilheyra mismunandi einingum fyrirtækisins. Flokkunin skilar sér einnig í RSS lista yfir laus störf, og hana má geta vefsíður, sem nota RSS listann til að birta laus störf, geta flokkað eftir þessum flokkum og einnig síað burtu flokka, eða valið að birta bara laus störf í ákveðnum flokki.

Umsýsla með flokka ráðningabeiðna

Þú skráir nýja flokka, breytir heitum og röðun, og felur ónotaða flokka á ráðningavef í valmyndinni Flokkar ráðningabeiðna.

Röðun flokka

Ef númer eru í dálknum Röðun þá mun stærð þeirra talna ráða í hvaða röð flokkarnir birtast á ráðningavefnum. Í myndinni hér fyrir ofan er til dæmis flokkurinn Almennar umsóknir númer 5 en hefur röðunarnúmerið 99 og kemur því neðst í listann. 

Flokkum sem hafa ekkert röðunarnúmer er raðað í stafrófsröð fyrir ofan flokka með röðunarnúmer.

Ónotaðir flokkar

Hægt er að fela flokk, sem er mjög hentugt ef engin laus störf eru í þeim flokki þá stundina.  

Þetta er stillt með því að haka úr Birta í lista - og svo haka aftur í boxið þegar birta á flokkinn aftur.

Gættu þess að fela ekki flokk með virkri ráðningabeiðni

Athugaðu að ef ráðningabeiðni er sett í flokk sem er falinn þá mun beiðnin ekki birtast á ráðningavef!

Gættu þess einnig að eyða ekki út flokki ráðningabeiðna sem hefur verið skráður á einhverja(r) ráðningabeiðni(r) því þá mun ráðningabeiðnin einnig ekki birtast!

Setja flokk á ráðningabeiðni

Þegar þú ert búin(n) að búa til flokka getur þú sett þá á ráðningabeiðnirnar.  Það gerir þú hér:


  • No labels