Þrepahækkanir eru settar upp fyrir hverja launatöflu fyrir sig. Þar er skilgreind þrepahækkun miðað við starfsaldur og eða lífaldur.
Ef þú hakar við "Nota þrepahækkun" þá fær starfsmaður sjálfkrafa rétt þrep þegar búið er að velja launatöfluna við nýskráningu starfsmanns. Einnig færð þú ábendingu um að framkvæma þrepahækkunina þegar þú stofnar nýja útborgun.
Ef þú fyllir út vinnuskylduna í töflunni þá eru þær upplýsingar sóttar þegar þú setur nýjan starfsmann í viðkomandi töflu.
Í dæminu hér að neðan byrjar starfsmaðurinn í 1. þrepi og hækkar svo í 2. þrep þegar hann hefur 24 mánaða starfsaldur eða er 30 ára o.s.frv.