Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Next »

Í Starfsmenn eru geymdar allar upplýsingar sem lúta að starfinu sjálfu, launum og launakjörum. Þegar launamaður gegnir fleiru en einu starfi í fyrirtækinu er hægt að stofna marga starfsmenn með sömu kennitölu en mismunandi starfsnúmerum.  Þetta er gert ef halda á kostnaði vegna starfanna aðskildum, eða starfsmaðurinn er að greiða til mismunandi lífeyrissjóða eða stéttarfélaga.

Flýtilykillinn Alt+2 opnar Starfsmann, hvar sem þú ert staddur í kerfinu.  Ef þú ert í starfsmanni notar þú flýtilykilinn Alt+1 til að fara í launamann.

Þegar stofnaður er starfsmaður þarf að taka síuna af, rétt á meðan stofnað er, hafa hana tóma.


Setja svo síuna aftur á þegar búið er að setja stöðu á starfið og vista það.

Þegar stofnað er fyrsta starfið á hvern launamann kemur sjálfkrafa hak í Aðalstarf.  Þegar stofnuð eru önnur störf þarf alltaf að taka afstöðu til þess hvaða starf á að vera merkt sem aðalstarf.  Ef starfsmaður hættir í starfi sem er merkt aðalstarf þarf að færa merkinguna yfir á viðeigandi starf.

Til er vinnsla sem kannar hvort vanti aðalstarfsmerkinu á einhvern launþega.  Þessa vinnslu er að finna undir Laun-Vinnslur-Yfirfara gögn.

Þegar starfsmaður hættir störfum er hann skráður "Hættur" og starfið er gert óvirkt þegar öllum greiðslum er lokið og sést það þá ekki í  uppflettilista í "Skrá tíma og laun". 

"Launalok" eru notuð til að tryggja það að laun reiknist ekki á starfsmann eftir tilgreinda dagsetningu. 


Í skref fyrir skref eru nánari leiðbeiningar hvernig á að  Stofna launþega.


 

Í Aðgerðir í ferlinum hægra megin má skoða stöðu á réttindum og vinnslur sem flýta fyrir við breytingar eða stofnun á starfsmönnum.


Afrita upplýsingar milli starfsmanna

Þetta er aðferð sem minnkar verulega skráningar þegar verið er að stofna marga starfsmenn sem eru að flestu eða öllu leiti með sömu starfsmannaupplýsingar, t.d. þegar verið er að ráða inn sumarstarfsfólk.

Aðgerðin er aðgengileg úr bæði launamanna- og starfsmannamyndinni.

  1. Stofnaður er launamaður í kerfinu með þeim upplýsingum sem tilheyra honum persónulega. Vistað (F2), farið í Aðgerðir- Afrita upplýsingar milli starfsmanna.

  • Í ferlinum sem opnast koma fram upplýsingar um hvaða upplýsingar eru afritaðar, vinsamlega lesið ferilinn vel yfir.
     

  • Valinn er starfsmaður sem er eins og sá sem verið er að stofna, valin gjaldheimta ef við á, t.d. ef starfsmannafélag er inni sem gjaldheimta og síðan starfið sem á að stofna.
     

  • Ef búið er að stofna starf og þarf að breyta því er hægt að yfirskrifa eldri upplýsingar með því að velja það starfsnúmer í ferlinum. Ef skrifa á yfir upplýsingar í öðrum flipum t.d. lífeyrissjóði eða stéttarfélag þarf fyrst að eyða út eldri skráningum.

Gæta þarf sérstaklega að því að í afrituninni eru sviðin Fyrst ráðinn, Síðast ráðinn og Tegund ráðningar í Stöðu-hlutanum og afgreitt staða í flipanum Skráning ekki fyllt út og ekki er settur inn séreignarsjóður. Notandinn þarf að yfirfara þessa hluti sérstaklega og setja inn réttar upplýsingar eftir því sem við á.

  • No labels