Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Nú er mögulegt að taka tillit til svokallaðs „Grace period“, eða endurnýjunartímabils, þegar reiknaður er nýr gildistími á skírteini starfsmanns sem tengt er efni í fræðslu. Þannig getur starfsmaður lokið fræðslu sem tengist skírteini töluvert áður en skírteini rennur út, en nýr gildisdagur er enn reiknaður frá fyrri lokadegi, svo lengi sem fræðslunni var lokið innan gildistímabilsins. Einnig mun gildistími á skírteini, þar sem skráð hefur verið endurnýjunartímabil, alltaf miðast við síðasta dag viðkomandi mánaðar.

Hægt að velja að gildistími skírteina, sem tengd eru efni í fræðslu, muni alltaf miðast við síðasta dag viðkomandi mánaðar þó svo að ekki sé verið að nota „Grace period“.

Til að nýta sér þessa nýju virkni þarf notandi að hafa eininguna hrmgracep

Þegar búið er að bæta hrmgracep í hlutverk notandans þá mun hann sjá Endurnýjunartímabil undir „Aðgerðir“ í Tegund skírteina. Athugið að einungis er hægt að nota þessa virkni ef tegund skírteinis er tengd efni, líkt og á myndinni hér að neðan:

Eftir að smellt hefur verið á Endurnýjunartímabil opnast glugginn hér að neðan, þegar búið er að velja að kveikja á endurnýjunartímabili þarf að setja inn hvað það eiga að vera margir mánuðir (tala frá 1-99). Talan segir til um það hversu marga mánuði áður en skírteinið rennur út starfsmaðurinn hefur til að endurnýja skírteinið þannig að dagsetninginn mðist við mánuðinn sem skírteinið á að renna út í. Þegar endurnýjunartímabil er notað þá hakast sjálfkrafa í „Kveikt á endurnýjun skírteina í lok mánaðar“ þar sem sú regla er inni í endurnýjunartímabilinu. Þeir sem vilja geta valið að nota einungis regluna um að skírteini uppfærist alltaf í lok mánaðar án þess að nota endurnýjunartímabil.

Dæmi til útskýringar: Ef Endurnýjunartímabil er 3 mánuðir áður en skírteini rennur út

  • Skírteini rennur út = 05.02.2020

  • Gildistími skírteinis = 12 mánuðir

  • Ef starfsmaður lýkur námskeiði sem tengt er skírteini 14.01.2020 þá mun uppfært skírteini gilda til 28.02.2021 (þar sem þetta er innan Endurnýjunartímabils sem er 3 mánuðir)

  • Ef starfsmaður lýkur námskeiði sem tengt er skírteini 17.09.2019 þá mun uppfært skírteini gilda til 30.09.2020 (þar sem það eru meira en 3 mánuðir áður en skírteinið rennur út þá verður dagsetningin síðasti dagur þess mánaðar þegar námskeiði var lokið)

  • Ef starfsmaður lýkur námskeiði sem tengt er skírteini 05.03.2020 þá mun uppfært skírteini gilda til 31.3.2021 (þar sem skírteini er þegar útrunnið er nýja dagsetningin síðasti dagur þess mánaðar þegar námskeiði var lokið)

  • No labels