Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Next »

Áður en launavinnsla hefst þarf að yfirfara launaliði í kerfinu.

Listinn sem kemur með kerfinu yfir launaliði inniheldur alla algengustu launaliði sem notaðir eru í launavinnslu. Alltaf getur þó þurft að bæta við launaliðum þar sem þarfir fyrirtækja eru misjafnar, t.d. varðandi álög og aðrar sérstakar greiðslur.

Einnig getur þurft að breyta einhverju í uppsetningu þeirra liða sem nú þegar eru til í kerfinu, t.d. setja nýja kostnaðartegund eða greiningategund eða bæta við reiknistofnum, t.d. ef reikna á fjársýsluskatt.

Nauðsynlegt er að bera saman launaliðalistann í H3 við þá launaliði sem voru í notkun í fyrra kerfi og stofna þá nýja liði í H3 ef við á.

Við mælum með því að haft sé samráð við launaráðgjafa varðandi stofnun á nýjum launaliðum eða ef breyta þarf launaliðum, bæði upp á staðsetningu og einnig varðandi hinar ýmsu greiningategundir launaliða og reiknistofna

Sjá dæmi um uppsetningu launaliðs hér

Uppsetning launaliða

Bókhaldsuppsetning - launaliðir koma uppsettir með ákveðinni bókhaldsuppsetningu. Þetta þarf að yfirfara þegar farið er í bókhaldsuppsetningu fyrirtækis sem er gert í samráði við launaráðgjafa á síðari stigum innleiðingar.

Reiknistofnar - Með kerfinu koma uppsettir reiknistofnar. Farið í Stofn - Launaliðir - Reiknistofnar til að sjá uppsetta reiknistofna. Ef fyrirtæki er í fjármálageiranum þarf að bæta reiknistofninum RFSSK á þá launaliði sem mynda stofn til fjársýsluskatts.

Sjá almennar leiðbeiningar um launaliði hér

Launaliðir

  • No labels