Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Next »

Áður en launamiðar eru prentaðir þarf að stemma launin af við bókhald og ganga úr skugga um að uppsetning launamiða sé rétt.  Við afstemmingu launa og bókhalds er þægilegast að nota fyrirtækjalista fyrir allt árið.


Til að stemma launamiðann af við launakerfið eru notaðir tveir listar.  Fyrirtækjalisti fyrir allt árið og samtalsblað launamiða.  Fyrirtækjalistinn er undir Úttak / Skýrslur / Fyrirtækjalisti,  Samtalsblað launamiða er í Úttak- Launamiðar - Prenta,

í "Birting launamiða" er haft "Samtölur eingöngu". 

Ef gögnin eru stór getur þessi aðgerð tekið nokkrar mínútur að keyra..

Mikilvægt er að skoða afstemmingu neðst á samtalsblaði, ef hún er 0 þá eru allir launaliðir tengdir. Það segir þó ekki til um hvort einhverjir launaliðir séu vitlaust tengdir en það verður hver að vita fyrir sig.

Ef samtalan er ekki 0, hafa verið stofnaðir nýjir launaliðir á árinu sem ekki hafa verið tengdir á launamiðann.  Úttak-Launamiðar-Uppsetning samtalna. Þarna er gott að skoða launamiðareitina, byrja á 02 og bera saman við fyrirtækjalista ársins.


Launaframtal þarf að stemma af við fyrirtækjalista og við samtalsblað launamiða.

Úttak - Launaframtal

  • Mótframlag launagr. í lífsj á launaframtali á að stemma við samtölu fyrir launaliði 9020 og 9030 á fyrirtækjalista, í einhverjum tilfellum eru launaliðirnir fleiri
  • Upphæðir í reit 02,60,33,16 á framtalinu er stemmt af við samtalsblað launamiða
  • Sundurliðun tryggingagjalds eftir mánuðum er borið saman við skil til RSK, - skoða fyrri skil.

Athugið að það á ekkert að vera í Stofn til tryggingagjalds utan staðgreiðslu.


Ef þetta stemmir allt eru launamiðar tilbúnir til sendingar





  • No labels