Innstimplun og innskráning
Á Innskráningarsíðunni þarf að slá inn netfang og aðgangsorð - Gerður er greinarmunur á stórum og litlum stöfum í aðgangsorðum.
Það er hægt að láta vafrann geyma notendaupplýsingar með því að vista aðgangsupplýsingar (bókamerki) og aðgangsuppl.
Það ætti þó ekki að gera nema ef viðkomandi starfsmaður er sá eini sem hefur umráð yfir tölvunni eða notendareikningnum.
Ef starfsmaður hefur gleymt aðgangsorðinu sínu er hægt að óska eftir að kerfið úthluti nýju og fá það sent í tölvupósti, þetta er gert með því að smella á tengilinn Gleymt aðgangsorð.
Hægt að nota rafræn skilríki til innskráningar í kerfið í gegnum island.is auk þess sem að notendur geta tengst í gegnum Office 365
Til að skrá sig út úr kerfinu er smellt á notanda "icon" efst til hægri í viðmóti og valið þar "Útskrá"