Jafnlaunavottun: uppsetning gagna - röðun
Í kerfinu er annars vegar hægt að skrá viðmið sem gerðar eru til starfa og hins vegar til starfsmanns. Með því að nota starfaflokkun til að skrá viðmið á störfin er hægt að láta mörg störf hafa sömu skilgreiningarnar á bak við sig. Einnig er hægt að skrá persónubundin viðmið á hvern starfsmann ef þarf.
1. Uppsetning á gögnum:
Athugið að uppsetningunni var dreift í einingunni 5040 sem sett var í Laun (F)
Uppsetning - viðmið
H3 - Laun - Jafnlaunagögn - Röðun - Viðmið
Ekki er hægt að bæta við nýjum viðmiðum; með uppfærslunni fylgdu eftirfarandi viðmið:
- Ábyrgð
- Hæfni
- Menntun
Uppsetning - röð
H3 - Laun - Jafnlaunagögn - Röðun - Röð
Hægt er að bæða við nýjum færslum í röð en líkt og í viðmiðum þá fylgdu með uppfærslunni gögn.
Ef gera á aðlaganir þá er mælt með að það sé gert áður en röðun er sett á starfaflokka. |
---|
Þegar smellt er á röð opnast þessi gluggi:
Skráning er eftirfarandi:
- Viðmið: Tengja við viðmið
- Númer: Skrifa inn númer á röð.
- Röð: Setja inn rétta röð
- Röð - Lýsing: Hægt að setja stutta lýsingu ef vill.
- Nafn: Setja inn nafn á röð.
2. Uppsetning starfaflokka og skráning á kröfum á störfin
Laun-Jafnlaunagögn-Starfaflokkar-Starfaflokkar
Upplýsingar vegna jafnlaunavottunar eru skráðar undir Starfaflokkar; eftir að Starfaflokkar hafa verið stofnaðir. Skráningin er eftirfarandi:
- Númer: Skrá númer á starfaflokkinn.
- Heiti: Skrá heiti á starfaflokkinn.
- Flokkur: Velja flokk starfaflokkunar ef ætlunin er að nota það en ekki er nauðsynlegt að nota flokka (sjá leiðbeiningar meðar um stofnun flokka).
- Starfsmat: Hér er valið það starfsmatkerfi sem við á, sjá nánar um starfsmat.
- Staða: Segir til um hvort viðkomandi atriði sé virkt eða óvirk.
- Annað: Hér er hægt að skrá inn athugasemdir.
Hægt er að notast við tvær aðferðir - stigagjöf eða röðun, annað hvort saman eða í sitthvoru lagi. Þær eru báðar tímaháðar þannig að hægt verður að sjá í teningi hvaða viðmið voru í gildi á ákveðnum tíma. Athugið að aðlögun á teningum vegna röðunar verður gefin út haustið 2020. Til þess að það sé hægt verður því að skrá nýjan gildistíma ef taflan breytist. Ef gögnum er breytt í röðun og þau hafa verið notuð á starfaflokka mun kerfið bjóða notanda að stofna nýja tímavídd.
Til þess að skrá í töfluna þá er:
1. Smellt á plúsinn við Frá / Til. Til að skrá frá hvaða tíma færslan á að gilda.
2. Dagsetningar er hægt að slá inn á forminu ddmmáá eða dd.mm.áá. Frá dagsetningin er fyrsti dagur valins mánaðar og Til dagsetningin verður lokadagsetning hvers mánaðar.
Athugið að skrá ekki inn Til dagsetningu nema loka eigi tímabilinu og stofna nýtt. |
---|
3. Ef röðun breytist fyrir viðkomandi starfaflokka þá er hægt að gefa breytingu nýjan gilditíma.
4. Munið að Vista
5. Smella á plúsinn í töflunni við hliðina til að bæta við nýrri línu.
6. Velja þarf úr stjörnumerktum reitum Númer röðun, Undirviðmið og Númer þreps. Úr reitnum Númer þreps er valið þrep og gildi.
Athugið að skýrslur gera aðeins ráð fyrir að valið séi einungis einu sinni Ábyrgð, Hæfni eða Menntun. Ef fleiri en ein lína er skráð fyrir Menntun þá mun aðeins ein menntunarfærsla birtast í skýrslunni. |
---|
7. Munið að Vista
Flokkar starfaflokka
Laun-Stofn-Starfaflokkar-Flokkar starfaflokka
Hægt er að stofna yfirflokka starfaflokka en það er ekki nauðsynlegt. Fyrir þá sem vilja nýta það þá er smellt á Flokkar starfaflokka og eftirfarandi fyllt út:
- Númer: Setja inn númer á flokkinn.
- Heiti: Skrá heiti á flokkinn.
- Staða: Segir til um hvort viðkomandi gildi sé virkt eða óvirkt.
- Annað: Hér er hægt að bæta við lýsingu eða athugasemdum.
3. Tenging starfaflokka við störfin/starfsmenn
Tengja þarf starfaflokka við þá starfsmenn sem við á.
Skráning á starfaflokki starfsmanns er gerð í tímavíddarfærslu, annað hvort þeirri sem opin er ef sú dagsetning passar eða ný tímavíddarfærsla búin til með þeirri dagsetningu sem við á. Valinn er starfaflokkur í dálkinum líkt og sýnt er á myndinni og smellt á Áfram.
Ef skrá á starfaflokk á marga starfsmenn í einu er best að byrja á að sía listann þannig að hann innihaldi starfsmenn sem eiga að fá sama flokk, til dæmis eftir starfsheiti. Hér á til dæmis að flokka eftir starfsheitinu Forritari, að vali loknu er smellt á Virkja eða einfaldlega smellt á Enter.
Velja þarf svo alla í listanum með því að smella á efstu línuna, hald svo ALT takkanum niðri og smella á neðsta í listanum og það veljast allir.
Því næst er smellt á Stofna tímavídd í borðanum hægra megin undir Aðgerðir. Þá opnast gluggi fyrir tímavíddarskráningu og sett er inn dagsetning og starfaflokkur.
Smellt á Halda áfram og þá birtist rauður kassi neðst í skráningamyndinni sem biður þig að seja inn athugasemd eða skýringu á þessari skráningu.
Í næsta skrefi þarftu að staðfesta þessa skráningu sem verið var að gera. Hægt er að haka við og taka út breytingarskýrslu þar sem þú sérð hvað breytist hjá hverjum.
En til að klára að vista breytingarnar þarf að smella á Staðfesta og þá vistast starfaflokkurinn á alla þá starfsmenn sem valdir voru.
4. Starfaflokkar starfsmanna
Þegar búið er að raða starfsmönnum í starfaflokka, birtast upplýsingar um það á starfsmannaspjöldunum (Starfsmenn > Jafnlaunaskráning).
5. Röðun starfaflokks birt í Starfsmönnum
Hægt er að birta upplýsingar um röðun viðkomandi starfaflokks á starfsmannaspjöldunum (Starfsmenn > Jafnlaunaskráning).
Til þess að birta þessa glugga, þarf fyrst að fara í Laun > Stofn > Stillir > Stillingar og velja Röðun í flettilistanum hægra megin við Sýna jafnlaunagildi fyrir röðun eða stigagjöf í jafnlaunaskráningu starfsmanns.
Forsenda þess að gildi starfaflokka birtist á spjöldum starfsmanna er að verðmætamat hafi verið skráð á alla starfaflokkana sem notaðir eru.
Hér má sjá starfaflokk („Sölumenn“ sbr. Eggert) í kerfi þar sem röðun er notuð.
6. Að setja persónubundin viðmið á starfsmenn
Til þess að setja persónubundin viðmið á starfsmenn er farið í Starfsmenn og þar má finna flipann Jafnlaunaskráning sem skrá má færslu í (athugið að + til að bæta við færslu gæti verið mjög neðarlega í skjámyndinni þannig að þurfi að skrolla niður til að finna plúsinn).
Hér er hægt að velja inn yfir- og undirviðmið og þrep. Þessi tafla er ekki tímaháð þannig að með því að eyða úr töflunni eða bæta við þá breytast þær upplýsingar í teningi.
Hér mætti því skrá þau viðmið sem útskýra að starfsmaðurinn hafi önnur laun en aðrir starfsmenn í sama starfaflokki til dæmis sérstök lagni við þjónustu við viðskiptavini, sérhæfð þekking eða annað slíkt.
Skilgreining á yfirviðmiðum þeirra undirviðmiða sem skráð eru hér ákvarðar hvort persónubundin viðmið teljist með í jafnlaunavottun eða ekki, út frá því hvað skráð var í reitnum Tegund:
- Ef yfirviðmið var merkt tegundinni Starfsmaður þá reiknast talan í dálkinum Gildi með heildarstigafjölda í jafnlaunateningi.
- Ef yfirviðmið var merkt tegundinni Reiknast ekki mun Gildi ekki reiknast með í heildarstigafjölda í jafnlaunateningi.
- Yfirviðmið sem merkt eru tegundinni Starfaflokkun eru ekki aðgengileg hér.