5. Launatöflubreytingar

Hér setjum við upp hækkanir á launatöxtum eða einstaka krónuliðum eins og kjarasamningar segja til um eða við ætlum að gera ráð fyrir.

Ef búið er að setja inn í launakerfið, launahækkanir skv. kjarasamningum fram í tímann, þarf ekki að setja það sérstaklega hér inní áætlunina.


Gildistími er sá mánuður sem hækkunin á að taka gildi frá og hækkunin er virk þar til nýr gildistími á sömu launatöflu er settur inn.

Í krónuhlutanum setjum við inn færslur fyrir launaliði sem þarf að reikna eftir að búið er að setja inn tímamagn í áætlunina.

Dæmi:  Orlofsuppbót fyrir starfsmenn VR er kr. 10.000 en var önnur krónutala í raungögnum sem voru sótt, nokkrir starfsmenn byrjuðu á miðju ári og því skilar sér mjög lág upphæð í áætlunina.  Þegar við erum búin að setja þessa starfsmenn í rétt hlutfall alla mánuði áætlunarársins reiknum við upp eingreiðslur í áætluninni og þessi tala er sótt hlutfallslega í aðgerðinni miðað við áætlað vinnuframlag.


Til upplýsinga þá verður að fylla inn í "Launatöfluhlutföll" svo hækkanir skili sér inn í þá áætlunardálka sem hlutfallast miðað við upphæð mánaðarlauna.

T.d. Dagvinna, yfirvinna, álög oþh.

Ef verið er að vinna með launatöflubreytingar eftir að áætlunarvinna er hafin, þá þarf að endurreikna og refresh-a svo hækkun skili sér inn.