Tölvupóstar

Stöðluð svör til umsækjenda, sérstaklega þau sem H3 Ráðningar senda sjálvirkt, er eitt af því sem flýtir hvað mest fyrir í úrvinnslu umsókna og tryggir að allir umsækjendur þínir fái svör.

Til þessa eru notuð tölvupóstsniðmát sem þú getur búið til og breytt eftir þörfum.

Búa til eða breyta tölvupóstsniðmáti

  1. Tölvupóstsniðmát er að finna í Ráðningar > Tölvupóstsamskipti > Tölvupóstsniðmát
  2. Veldu tölvupóstsniðmátið sem við á í listanum
  3. Fyrirsögn: hér skrifar þú fyrirsögnina póstsins sem sendur verður út
  4. (en): ef ráðningavefurinn er á öðru tungumáli s.s. ensku velur skrifar þú fyrirsögnina á því tungumáli hér
  5. Texti tölvupósts: hér skrifar þú efni bréfsins sem umsækjandi fær. Með því að smella á blaðsíðutáknið getur þú valið inn breytur s.s. nafn umsækjanda og starfið sem auglýst var – athugaðu vel að þú mátt ekki eiga við þær breytur í textanum. Ef ráðningavefurinn er á öðru tungumáli velur þú heiti þess tungumáls til þess að skrifa efni bréfsins á því tungumáli.
  6. Tegund tölvupósts: Að öllu jöfnu velur þú Samskipti við umsækjendur




Finna svarpósta fyrir ráðningabeiðni

  1. Til að finna og breyta tölvupóstum sem sendir eru sjálfvirkt þegar umsóknir eru mótteknar gerir þú eftirfarandi:
  2. Ferð í Ráðningar > Ráðningabeiðnir

  3. Í lista ráðningabeiðna hægrismellir þú á dálkaheiti listans og velur inn reitinn Svarskeyti* - þar sérðu heiti tölvupóstsniðmátsins sem ráðningakerfið sendir til umsækjenda

  4. Ef þú vilt breyta um tölvupóstsniðmát fyrir ráðningabeiðnina

    1. Smellir á CTRL og T til að virkja listann

    2. Velur nýtt tölvupóstsniðmát í reitnum Svarskeyti*

Breyta svarbréfi einu sinni

Þú getur breytt stöðluðum tölvupósti til að aðlaga svarið að umsækjendur í hvert sinn:

  1. Þú ferð í Ráðningakerfi >umsóknir og velur þær umsóknir sem þú vilt aðlaga tölvupóst fyrir
  2. Velur Aðgerðir > Úrvinnsla umsókna
  3. Hakar í Senda tölvupóst og velur tölvupóstsniðmát í reitnum Veldu snið
  4. Í textaglugganum fyrir neðan getur þú breytt svarbréfinu eftir þörfum; þetta hefur engin áhrif á tölvupóstsniðmátið
  5. Ef þú vilt breyta tölvupóstsniðmátinu getur þú valið Breyta sniðmáti neðst í glugganum.


Aðgangur

Til þess að geta unnið með tölvupóstsniðmát þarftu að hafa aðgang að einingu rec875 eða hlutverk H3RAD1100