2.8 Stofn - Starfsmenn - Hlutfallaðir liðir

Hlutfallaðir liðir eru launaliðir sem starfsmenn fá greidda í hverri útborgun sem hlutfall af öðrum launalið. Þegar launin eru reiknuð koma þeir inn. Sjá nánari skýringar á notkun hlutfallaðra liða hér

Fastir og hlutfallaðir liðir

Skráning hlutfallaðra liða á starfsmann

Farið í Starfsmenn og í flipann Fastir og hlutf.liðir og smellið á plúsinn í Hlutfallaðir liðir til að byrja að skrá upplýsingar.

Reitirnir LT, LF og Þrep standa fyrir Launatafla, Launaflokkur og Þrep og eru eingöngu notaðir ef ná á í upphæð annars staðar en úr launatöflu starfsmanns sem verið er að skrá á.

Reiturinn Einingar, hér er skráður einingafjöldi fyrir launaliðinn. Athugið að í hlutfölluðum liðum eru settar inn einingar miðað við það sem þú fengir fyrir 100% starf (út frá reiknistofni) og kerfið sér svo um að reikna hvað starfsmaður fær ef hann er í lægra hlutfalli.

Reitinn Einingaverð þarf ekki að nota fyrir launaliði sem sækja upphæð í launatöflu (flokk og þrep eða ákveðna upphæð í krónutöluhluta launatöflu) Ef upphæð fyrir launalið er 0 í krónutöluhluta launatöflu er hægt að setja inn þá upphæð sem viðkomandi starfsmaður á að fá í þennan dálk. Setjum þá inn einingaverð miðað við 100% starf.

Reiturinn Deild er eingöngu notaður ef viðkomandi launaliður á að fara á aðra deild en starfsmaðurinn er skráður á.

Síðan er hægt að setja hlutfallaða liði á Verk og Verkþátt ef við á.