3.5 Stofn - Launaliðir

Áður en launavinnsla hefst þarf að yfirfara launaliði í kerfinu.

Listinn sem kemur með kerfinu yfir launaliði inniheldur alla algengustu launaliði sem notaðir eru í launavinnslu. Alltaf getur þó þurft að bæta við launaliðum þar sem þarfir fyrirtækja eru misjafnar, t.d. varðandi álög og aðrar sérstakar greiðslur.

Einnig getur þurft að breyta einhverju í uppsetningu þeirra liða sem nú þegar eru til í kerfinu, t.d. setja nýja kostnaðartegund eða greiningategund eða bæta við reiknistofnum, t.d. ef reikna á fjársýsluskatt.

Nauðsynlegt er að bera saman launaliðalistann í H3 við þá launaliði sem voru í notkun í fyrra kerfi og stofna þá nýja liði í H3 ef við á.

Við mælum með því að haft sé samráð við launaráðgjafa varðandi stofnun á nýjum launaliðum eða ef breyta þarf launaliðum, bæði upp á staðsetningu og einnig varðandi hinar ýmsu greiningategundir launaliða og reiknistofna

Við mælum með því að haft sé samráð við launaráðgjafa varðandi stofnun á nýjum launaliðum eða ef breyta þarf launaliðum, bæði upp á staðsetningu og einnig varðandi hinar ýmsu greiningategundir launaliða og reiknistofna

Sjá dæmi um uppsetningu launaliðs hér

Uppsetning launaliðaarchived

 

Hægt er að afrita upplýsingar úr launalið sem þegar er til yfir í nýjan launalið. Þegar þetta er gert er best að finna launalið sem er með sömu eða svipaða uppsetningu hvað varðar flokkun og reiknistofna og nýi launaliðurinn. Þá er minna sem þarf að breyta í nýja launaliðnum. Til að afrita upplýsingar úr launalið yfir í nýjan launalið er farið í Aðgerðir lengst til hægri á skjánum og smella á Afrita öll gögn og undirtöflur

Finna laust númer og setja það inn. Ef hakað er við uppsetningu samtalna og reiknistofn flytjast allar þær upplýsingar yfir í nýja launaliðinn. Yfirfara þarf svo upplýsingar og breyta heiti og því sem á sérstaklega við um nýja launaliðinn. Athugið að mjög mikilvægt er að passa upp á að allar upplýsingar í reiknistofni séu réttar.

Hægt er að stofna nýjar kostnaðartegundir og greiningategundir ef bæta þarf við það sem þegar er til í kerfinu. Farið í Stofn - Launaliðir - Greiningategundir eða Stofn - Launaliðir - Kostnaðartegundir, smellt á Ctrl + N eða Insert til að stofna nýja tegund.

Bókhaldsuppsetning - launaliðir koma uppsettir með ákveðinni bókhaldsuppsetningu. Þetta þarf að yfirfara þegar farið er í bókhaldsuppsetningu fyrirtækis sem er gert í samráði við launaráðgjafa á síðari stigum innleiðingar.

Reiknistofnar - Með kerfinu koma uppsettir reiknistofnar. Farið í Stofn - Launaliðir - Reiknistofnar til að sjá uppsetta reiknistofna. Ef fyrirtæki er í fjármálageiranum þarf að bæta reiknistofninum RFSSK á þá launaliði sem mynda stofn til fjársýsluskatts.

Sjá almennar leiðbeiningar um launaliði hér

Launaliðir