Að sækja H3+ í gegnum Chrome vafrann

Nú er hægt að sækja H3+ í gegnum Chrome vafrann og því þarf ekki lengur að nota Internet Explorer til þess.

Ef Chrome vafrinn er ekki til staðar nú þegar, er hann sóttur hér.

Því næst er farið inn á slóð þaðan sem H3 sótt - t.d. http://localhost/tmsc/ á viðkomandi vél:

Ef smellt væri beint á Install hér kæmi upp eftirfarandi villa:

Það sem þarf þá að gera er að smella á tengilinn ClickOnce for Google Chrome í skjámyndinni sem sýnd er hér að ofan og opnast þá vefverslun Chrome.

Þar er smellt á Add to Chrome og því næst á Add extension.

Við það er ClickOnce viðbótinni hlaðið niður og þegar því er lokið birtist staðfestingarglugginn hér að neðan (smellt á ClickOnceForGoogleChrome.exe í vinstra horni)

Þegar þessu er lokið er hægt að smella beint á install og H3+ ætti þá að opnast á eftirfarandi máta og tilbúið til innskráningar:

 

ATH. til að festa H3+ á stikunni er hægri smellt á H3 táknið á stikunni og smellt á Pin this program to taskbar