8. Dagpeningar settir beint í útborgun og greitt með launum.

Áður en reikna skal út dagpeninga þarf að sækja nýjasta gengið.

Gengi er sótt í innlestur á gengi.

 

Til að sjá gengið er farið í:

Gengið sem sótt birtist er miðgengi skv. Seðlabanka. ATH. Ekki kaupgengi eða sölugengi eins og dálkarnir segja.

Gengið sem er sótt :

Dagpeningar greiddir og fluttir yfir í útborgun:

Byrjum á því að stofna bunka, best er að hafa einn bunka fyrir hvert ár.

Til að einfalda skráningu þá er mjög gott að vera búin að breyta stillingum fyrir dagpeninga og setja inn þær breytur sem eru alltaf eins t.d. Farartæki, Komunúmer, Brottfararnúmer o.s.frv.

Það er gert undir Laun – Stofn - Stillir

Skráning dagpeninga:

Smellum á hnöttinn til að skrá dagpeninga.

Búum til nýja línu með því að smella á insert veljum réttan bunka fyrir færsluna og skráum inn ferð á hvern starfsmann.

Þegar allt er komið inn förum við í aðgerðirnar hægra megin og veljum Reikna dagpeninga  

Þá fáum við inn upphæðir í íslenskum krónum fyrir dagpeningafærslurnar.

Aftur í aðgerðirnar hægra megin og smellum á Tengja færslu við útborgun

Þá eru færslurnar komnar yfir í útborgun og bunkinn hreinsast.