Breyta opinni tímavídd á mörgum

Ferli:

Laun – Starfsmenn – Aðgerðir → Breyta opinni tímavídd

Stjórnun – Starfsmenn – Aðgerðir → Breyta opinni tímavídd

Notendum gefst kostur á að Breyta opinni tímavídd hjá mörgum starfsmönnum í einu í gegnum Aðgerðir undir Starfsmenn

 

 

Tveir leiðir eru til í að velja starfsmenn sem eiga að breyta.

  1. Með því að vera á starfsmannalistanum – velja einn starfsmann – ýta svo á Ctrl + Shift takkann á sama tíma ásamt ör upp/niður.

 

  1. Með því að fara í vinnsluna Breyta opinni tímavídd – ýta á stækkunarglerið – haka við þá starfsmenn sem er verið að fara breyta – ýta á velja starfsmenn

 

 

Breytingar sem eiga að verða eru svo skráðar í viðeigandi dálka.

Dæmi: 5 starfsmenn eru að fara skipta um deild og í leiðinni fara þau öll í sömu launatöflu og sama þrep.

Ný deild sótt ásamt launatöflu og þrep skráð – Athugasemd verður að vera skráð - og svo smellt á Halda áfram.

Á næstu síðu er hægt að sjá yfirlit yfir þá starfsmenn sem er verið að breyta og þær breytingar sem munu eiga sér stað.

Ýtt er á hvern starfsmann fyrir sig til að sjá núverandi gildi hjá þeim og hvert nýja gildið verður. Ef þið eruð sátt við breytingarnar þá er ýtt á Staðfesta skráningu.

Hægt er að haka við Taka út breytingaskýrslu áður en ýtt er á Staðfesta skráningu til að eiga skýrslu um breytingarnar.

Ef þið viljið gera einhverjar breytingar er ýtt á Aftur í lista.