Stjórnendaaðgangur

Aðgangstýringar fyrir stjórnendur.

Tvær leiðir:

Leið 1

Leið 1 byggir á því að horfa á deildaraðgang skv. aðgangsstýringunni: starfsmenn - deildir í H3 og notandi fái aðgang að sömu deildum í Flóru. Til þess að þetta virki þarf notandinn jafnframt að vera með tiltekið Flóru hlutverk á sér í H3.

  • Hlutverkinu FLORA_SUPERVISOR bætt við notandann.

    • Undir Kerfisumsjón - Notendur - Hlutverk notanda - Skrá hlutverk

 

image-20240314-111504.png

 

 

 

Tvær leiðir til að veita stjórnanda aðgang að deildum.

Leið 1:

  • Láta horfa á aðgangsstýringuna undir Starfsmenn – Deildir > hakað við þær deildir sem stjórnandi á að sjá.

    • Undir Kerfisumsjón - Notendur - Aðgangsstýringar - Skrá aðgangsstýringar

image-20240314-111712.png
  • Til þess að Flóra birti deildirnar sem merktar voru undir aðgangsstýringunni Starfsmenn – Deildir í H3. Þarf að fara inn á Flóru: Stillingar – Hlutverk – Opna hlutverkið – Notendur – Ýta á hnappinn Veit aðgang að deildum út frá aðgangslita

 

 

 

 

Leið 2:

Stilla hvaða deildir notandi á að sjá í gegnum Flóru.

Undir

  • Flóru: Stillingar – Hlutverk – Opna hlutverkið – Notendur – Ýta á “Bæta við notendum” eða “Velja notendur” (sami gluggi opnast).

Haka við þær deildir sem stjórnandi á að sjá - ýta á Vista breytingar.

 

 

 

 

Aðeins má haka við “Nota aðgangsstýringar frá H3” í einu hlutverki. Gert er ráð fyrir því að það sé grunnhlutverk stjórnanda sem gefur stjórnanda aðgang að grunnupplýsingum, orlofi og réttindum starfsmanna sinna í Flóru. Ef gefa það stjórnanda víðtækara hlutverk ætti að stofna handvirkt þann aðgang skv. leið 2 og bæta á stjórnandann.

Ekki er hægt að láta báðar leiðir fyrir aðgangsstýringar vera virkar fyrir eitt hlutverk. Aðeins er hægt að velja eina leiðina fyrir hvert hlutverk.

Leið 2

Þið viljið bjóða einstaklingi aðgang að Flóru sem er annaðhvort:

  • Ekki til sem notandi í H3 og ekki er vilji fyrir því að stofna hann sem notanda.

  • Einstaklingur er ekki starfsmaður fyrirtækisins (þriðji aðili sem dæmi endurskoðandi).

Starfmaður með admin réttindi í Flóru fer í Stillingar – Ytri notendur – Bjóða notanda.

Viðeigandi upplýsingar settar inn og vistaðar. Notandi fær tölvupóst og hann stofnar lykilorð, til að geta skráð sig inn á Flóru.

Næst er farið í Hlutverk – Opna hlutverkið sem notandi á að hafa aðgang að – Ýtt á Notendur – Starfsmaður sem er stofnaður í gegnum Ytri notendur er staðsettur í möppunni Unknown – Þar er haka við nafn starfsmannsins og ýtt á Vista breytingar

 

 

Núna er starfsmaðurinn kominn á lista undir Notendur. Þá er komið að því að velja hvaða deildir stjórnandinn á að sjá. Hægra megin fyrir aftan nafnið hans stendur Enginn deildaraðgangur. Til þess að veita honum aðgang er ýtt á örina fyrir aftan textann – Ýtt á Velja deildir – haka við deild/ir sem starfsmaður á að sjá – Ýta á Vista

Við viljum vekja athygli á því að kerfisstjóri ber ábyrgð á að eyða ytri notendum úr Flóru.

Þegar ýtt er á Starfsfólk undir Stjórnandi kemur listi af starfsfólki sem tilheyra deild/um stjórnandans. Hér getur stjórnandi skoðað Persónuupplýsingar, Orlof, Réttindi og Starfsaldur starfsfólks sinna.

  • Ef notanda er skráður sem yfirmaður á fleiri en einni deild þá er hægt að fara í felligluggann

Allar Deildir og síað niður á ákveðna deild.

Ef valið er Orlof þá er hægt að sjá yfirlit yfir orlofsdaga m.v. samning, orlof til úttektar og orlofsrétt hvers starfsmann.

Ef valið er að varpa yfir t.d. Bakvaktarfrí, Hvíldartíma og/eða Vetrarfrí frá H3. Þá er hægt að skoða þær upplýsingar undir Réttindi.

Síðasti eiginleikinn er Starfsaldur og eins að heitið gefur til kynna er hægt að sjá lista yfir starfsaldur starfsfólks.

Einnig er hægt að ýta á starfsmann á listanum og sjá allar upplýsingarnar sem voru nefndar hér að ofan á einu stað fyrir valinn starfsmann.

Ef valið er að birta veikindi

Þegar ýtt er á valinn starfsmann kemur upp valmöguleikinn “Veikindi” þar undir sjást persónuleg veikindi starfsmannsins ásamt veikindi vegna barna í klukkutímum.

Ef valið er að birta launaseðla

Í stjórnandaaðgangi birtast launaseðlar fyrir stjórnandann og starfsfólk hans undir Stjórnandi > Launaupplýsingar

 

 

En starfsfólk myndi sjá launaseðlana sína undir Launaupplýsingar