Persónuvernd í ráðningakerfi H3

Ráðningakerfi H3 uppfyllir skilyrði persónuverndarlaga með eftirfarandi hætti:

Eyðing umsókna og umsækjenda:

Hægt er að eyða umsóknum og umsækjendum með þrennum hætti:

  1. Með sjálfvirkum keyrslum sem eyða umsóknum og umsækjendum eftir fyrirfram skilgreindan tíma.
  2. Með handvirkri eyðingu umsókna framkvæmdri af þeim sem hafa til þess aðgang í H3
  3. Með handvirkri eyðingu umsókna og umsækjenda af hálfu umsækjenda.

Það er stillingaratriði hjá hverju fyrirtæki/stofnun hvað af ofangreindu er í boði.

Hafa verður í huga að umsóknir og umsækjendur eyðast algerlega úr H3 og er ekki hægt sækja þær aftur eða nota í tölulegum greiningum.

Samþykki umsækjanda fyrir notkun:

  • Hægt er að krefja umsækjendur um að þeir samþykki notkun umsóknargagna sinna áður en þeir senda umsóknir inn.
  • Hægt er að vera með eitt eða fleiri samþykki á umsókn.
  • Samþykki getur verið skilyrt, þannig að ekki sé hægt að senda inn umsókn nema með því samþykkja eða valkvæmt sem leyfir umsækjanda að senda inn umsókn án þess að samþykkja en meðhöndlun umsóknarinnar er skilyrðum háð.

Hafa verður í huga að fyrirtæki/stofnanir bera ábyrgð á að setja upp samþykkin sem umsækjandi samþykkir.

Réttur umsækjanda til að skoða umsóknargögn og eyða:

  • Umsækjendur sem notast við innskráningu á ráðningarvef H3 geta farið inn á „mínar síður“ og séð hvaða störf þeir hafa sótt um, hvernig umsóknin leit út þegar hún var send inn og hvaða samþykki þeir gáfu.
  • Umsækjendur geta breytt samþykki sínu á notkun umsóknargagna, eytt umsókn(um) eða aðgangi sínum og þar með öllum upplýsingum um sig.

Það er stillingaratriði hjá hverju fyrirtæki/stofnun hvað af ofangreindu er í boði.