Reiknihópar

Lista yfir alla reiknihópa er að finna undir Stofn - Reiknihópar.

Hægt er að sjá lista yfir reiknihópa á starfsmönnum undir Stofn - Starfsmenn - Reiknihópar starfsmanna.

Hér er allt reikniverkið  og það þarf að hafa mjög góða þekkingu á launavinnslu og launaumhverfi fyrirtækisins til að gera breytingar, endilega farið varlega.

Þú getur bætt við reiknihópum ef greiða á álag af einhverju tagi sem reiknast sem hlutfall eða föst krónutala ofan á launalið eða reiknistofna launaliðs.


Dæmin hér að neðan eru til að gefa þér hugmynd um hvað hægt er að gera, endilega sendu fyrirspurn á h3@advania.is ef þú þarf að láta leysa einhver mál fyrir þig þessu tengt.


Dæmi um reiknihóp sem reiknar 10% álag á alla launaliði sem hafa reiknitegundina DAGV og setur útreikninginn á launalið 200.

Dæmi um reiknihóp sem reiknar yfirborgun, 50 þúsund í hlutfalli eininga á launaliðum sem eru með reiknistofninn YFIRB .