10. Innlestur í biðfærslur

Skrá til innlestrar í dagpeninga þarf að vera samkvæmt neðangreindri skráarlýsingu.  Skráin þarf að vera semikommuskipt eins og sýnt er í dæminu neðst.

Í hvert sinn sem ný skrá er lesin inn verður til ný innlestrarfærsla með einkvæmu númeri sem er hægt að taka til baka ef mistök hafa orðið.

Alltaf er lesin inn heildarskrá.  Þ.e. ef villa leynist í skrá er öllum innlestri hafnað og villuboð eru birt.  Sé skrá hafnað kemur greinargóð villulýsing og hægt er að laga skrána eða fá nýja skrá senda út úr þeim forritum sem skrifa færsluna


Ef stafafjöldi er meiri en gefið er upp hér að neðan er klippt aftan af textanum.  Þetta á við öll CHAR svið.

Eftirtalin svið eru skilyrt við innlestur á dagpeningum.

  • Kennitala:  Er vartölutékkuð og borin saman við launamannatöflu.  Ef einhver kennitala stenst ekki vartölupróf eða finnst ekki í launamannatöflu er öllum færslum hafnað.

  • Frá dagsetning:  Ef einhver frá-dagsetning er ekki á réttu formi eða vantar er öllum færslum hafnað.

  • Til dagsetning:  Ef einhver til-dagsetning er ekki á réttu formi eða vantar er öllum færslum hafnað.

  • Klukkustundir:  Ef einhverjar klukkustundir eru 0 eða vantar er öllum færslum hafnað.

  • Staður:  Ef einhvern stað vantar eða er ekki til í staðartöflu er öllum færslum hafnað.

  • Farartæki:  Ef eitthvert farartæki vantar eða er ekki til í farartækjatöflu er öllum færslum hafnað.

  • Stöðuheiti:  Ef eitthvert stöðuheiti vantar eða er ekki til í stöðuheitatöflu er öllum færslum hafnað.

  • Brottfararnúmer:  Ef eitthvert brottfararnúmer vantar eða er ekki til í ferðatöflu er öllum færslum hafnað.

  • Komunúmer:  Ef eitthvert komunúmer vantar eða er ekki til í ferðatöflu er öllum færslum hafnað.


Hér að neðan er dæmi um færslu sem inniheldur öll skilyrt svið og tegund ferðar og sjálfgefna gildið 1 fyrir farþega þar að auki. Staður, farartæki, stöðuheiti, brottfarar- og komunúmer (Flug/ferð) og tegund ferðar eru öll forskráð í Stofni.

   2605592049;;;;;;;;151117;171117;;;;48;;;;;AM;;;;787;CA;FI314;FI315;1;;VF;