Úttak / Bankafærslur
Yfirlit yfir greiðslur sem sendar eru í gegnum launakerfið með rafrænni bankasendingu eða textaskrár til innlestrar í banka. Í Stofn/Stillir/Staðsetningar/Bankaskrá þarf að setja inn slóð að skrám ef gera á greiðsluskrár til innlestrar fyrir banka, athugð að setja einungis inn slóð en ekki skráarheiti t.d. L:\Laun Skráin fer þá í möppuna Laun sem er á L: drifinu og fær sjálfgefið nafn eftir tegund greiðslu.
Sjálfgefið koma upp í gluggann allir mánuðir, þar sem ekki hefur verið gegnið frá öllum greiðslum. Hægt er að skoða einstaka mánuði eða alla í einu, valið undir "Greiðslumánuður"
Einnig er hægt að velja að skoða allar skrár á ákveðnu tímabili og sjá hvenær þær voru gerðar og hvernig, valið undir "Sjá færslur"
Athugið að í skjámyndinni koma færslur sem greiða á í þeim mánuði sem valinn er.
Dagsetningar í "Greiðsludagur" launa og orlofs eru sóttar í útborgunina sjálfa.
Dagsetningar viðtakenda eru sóttar í Stofn/Stéttarfélög - Lífeyrissjóðir - Gjaldheimtur - Innheimtuaðilar í svæðið "Til greiðslu". Ef útborgunardagur vegna t.d. marslauna er 31.03. færast greiðslur vegna launa og orlofs undir greiðslumánuðinn mars. Ef hins vegar útborgunardagur er 01.04. færast greiðslur vegna launa og orlofs undir greiðslumánuðinn apríl, þess vegna er aprílmánuður sjálfkrafa stofnaður þegar útborgun vegna mars er uppfærð.
Gott er að yfirfara hvort athugasemdir koma í dálkinn "Niðurstaða sendingar", þar koma líka athugasemdir ef vantar upplýsingar vegna greiðslna.
Greiðsluskrár skiptast í 3 tegundir, Laun - Orlof - Skuldareigendur. Laun og orlof fara alltaf í sitt hvorn bunkann. Ef sitt hvor greiðsludagsetning er á færslum skuldareigenda, fara þeir skuldareigendur saman í bunka sem hafa sama greiðsludag. Greiðslubunkarnir verða því jafn margir og greiðsludagarnir á völdum viðtakendum. Greiðsludagur skilar sér ekki inn með bunkafærslunum sem fara í greiðslubunka.
Skráarheitið samanstendur af:
Heiti launagreiðanda
Tegund greiðslu ( Laun - orlof - Skuldareigendur)
Skilatímabil
Útborgunarnúmer ef um laun og orlof er að ræða
Greiðsludagur
Bunkanúmer
Við mælum eindregið með því að upphæðir séu bornar saman við gjaldkeralistann eða fyrirtækjalistann áður en greitt er.
- Ef glugginn opnast tómur þá er engin greiðsla ófrágengin.
- Til þess að gera greiðsluskrá er smellt á hnappinn "Framkvæma".
- Þegar búið er að "Framkvæma" tæmist þessi gluggi ef allar aðgerðir hafa tekist, ef ekki þá kemur athugasemd í dálkinn "Niðurstaða sendingar".
- Frágengnar skrár eru grænlitaðar, en þær sem fóru á villu eru rauðlitaðar.
Endurhlaða síðu: Sækir nýjar upplýsingar ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar í viðtakendum eða greiðslumáta.
Fyrri greiðslur: Sýnir allar greiðslur sem hafa verið framkvæmdar og hvenær það var gert.
Prenta: Prentar mynd af greiðsluglugganum.